Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

7. fundur 22. október 2019 kl. 17:30 - 18:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Davíð Harðarson aðalmaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags-og byggingarfulltrúi.
Dagskrá

1.Miðbæjarsvæði - Deiliskipulagsbreyting - Breiðuholt

1909019

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Miðsvæðis, uppdráttur dags. 12.09.2019. Í breytingunni felst m.a. að þar sem gert er ráð fyrir 3 parhúsum á lóðunum við Breiðuholt 12-14, 16-18 og 20-22 er gert ráð fyrir 3 raðhúsum á svæðinu í stað parhúsanna. Hvert raðhús verður með 3 litlum íbúðum. Við þessa breytingu fjölgar íbúðunum úr 6 parhúsaíbúðum (3 parhús) í 9 raðhúsaíbúðir (3 raðhús). Lóðunum fækkar í 3 þar sem gert er ráð fyrir einni lóð fyrir hvert þriggja íbúða raðhús. Lóðarmörkum og snúningsfleti í austurenda Breiðuholts er breytt lítillega til að skapa betra aðgengi að bílastæðum á lóð.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Tillagan hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við tillöguna. Tillagan er samþykkt. Málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Nýtt vatnsból sveitarfélagsins

1506017

Breyting á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028, sem felst í breyttri staðsetningu á fyrirhuguðu vatnsbóli þéttbýlisins í Vogum (VB-2), tillaga dags. 15.10.2019. Tillaga að deiliskipulagi fyrir nýtt vatnsból, uppdrættir og greinargerð ásamt umhverfisskýrslu dags. 18.10.2019.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Samþykkt að tillögurnar verði kynntar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?