Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

3. fundur 21. maí 2019 kl. 17:30 - 19:45 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson
  • Sindri Jens Freysson
Starfsmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags-og byggingarfulltrúi.
Dagskrá
Formaður leitar afbrigða að setja nýtt mál á dagskrá, sem er umræður um skipulag lóðarinnar Vogagerði 23. Samþykkt að setja það sem síðasta mál á dagskrá.

1.Barnvænt Sveitarfélag

1903026

Kynning íþrótta- og tómstundafulltrúa á verkefninu "Barnvænt sveitarfélag"
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Lagt fram til kynningar. Matthías Freyr Matthíasson íþrótta- og tómstundafulltrúi var gestur fundarins undir þessum lið. Á fundinum kynnti hann verkefnið "Barnvænt sveitarfélag", en í því felst m.a. vottunarferli á vegum UNICEF á Íslandi.

2.Hvassahraun-frístundabyggð. Breyting á aðal- og deiliskipulagi

1810076

Breyting á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028, tillaga dags. 10.05.2019 og breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í Hvassahrauni, uppdrættir og greinargerð dags. 13.05.2019. Í breytingunni felst m.a. að lóðum er fjölgað um eina, gerðar breytingar á byggingarreitum tveggja lóða, hámarksstærð og hámarkshæð húsa aukin og skilgreind heimild til gististarfsemi.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Samþykkt að tillögurnar verði kynntar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Vogagerði 20. Fyrirspurn um byggingarmál

1904012

Fyrirspurn Bjössa ehf, dags. 27.03.2019, vegna fyrirhugaðra breytinga á húsi sem felast m.a. í að byggt verði valmaþak, gerðar breytingar á gluggum og útveggir klæddir, skv. fyrirspurnarteikningu ABS Teiknistofu dags. 20.03.2019. Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við erindið.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Afgreiðslu umsóknarinnar og útgáfu byggingarleyfis vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingareglugerð nr. 112/2012.

4.Frisbee völlur í Aragerði

1811009

Endurskoðuð tillaga um frisbee völl í Aragerði, sem óskað er eftir að grenndarkynna. Erindið hefur verið grenndarkynnt. Athugasemdir hafa borist. Annarsvegar þar sem óskað er eftir að brautir 5 og 6 verða teknar út og bent á önnur svæði og hinsvegar þar sem talið er að Arahóllinn og Aragerði eigi að halda sér í upprunalegri mynd og að svona völlur eigi betur heima þar sem hann veldur ekki ónæði.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Nefndin sýnir áhyggjum nágranna skilning en telur þó ólíklegt að ágangur vegna vallarins valdi nágrönnum ónæði eftir að brautum var breytt og kaststefnum stýrt frá íbúðabyggð. Nefndin telur mikilvægt að hvetja til notkunar almenningsrýma í sveitarfélaginu og stuðla að aukinni útivist og hreyfingu. Nefndin bendir jafnframt á að framkvæmdinni fylgir lítið rask og er afturkræf ef reynsla af vellinum reynist ekki góð. Samþykkt er að gerður verði frisbee völlur skv. fyrirliggjandi tillögu.

5.Ósk um breytingu á deilisksipulagi. Iðndalur 7 og 9.

1905022

Erindi frá Mark-Hús ehf. dags. 13.05.2019 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Nefndinni hugnast ekki breytingin skv. erindinu og hafnar breytingu á deiliskipulagi skv. þeim.

6.Auðnir 1. Fyrirspurn um byggingarmál

1904044

Erindi frá Ólafi Óskari Einarssyni mótt. 30.04.2019 þar sem óskað er eftir leyfi fyrir jarðvegsskiptum á lóð vegna bílastæðis/vinnuskúrs/gáms.
Erindinu er hafnað, ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið og því ekki unnt að heimila framkvæmdir á lóðinni.

7.Vogagerði 23, skipulag lóðar

1905031

Umræður um breytingu á skipulagi vegna lóðarinnar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Nefndin leggur til að skipulagi lóðarinanr verði breytt í opið svæði og óska eftir tillögu umhverfisnefndar um nýtingu lóðarinnar.

Fundi slitið - kl. 19:45.

Getum við bætt efni síðunnar?