Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

2. fundur 09. apríl 2019 kl. 17:30 - 18:45 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Davíð Harðarson aðalmaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags-og byggingarfulltrúi.
Dagskrá

1.Hvassahraun-frístundabyggð. Breyting á aðal- og deiliskipulagi

1810076

Breyting á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028. Skipulagslýsing, dags. 13.02.2019. Lagðar fram umsagnir um lýsinguna.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Umsagnir lagðar fram og lagt til þær verði hafðar til hliðsjónar við frekari vinnslu skipulagstillögunnar. Sett verði ákvæði um hámarks hlutfall í rekstri hverju sinni.

2.Vogagerði 20. Fyrirspurn um byggingarmál

1904012

Fyrirspurn Bjössa ehf, dags. 27.03.2019, vegna fyrirhugaðra breytinga á húsi sem felast m.a. í að byggt verði valmaþak, gerðar breytingar á gluggum og útveggir klæddir, skv. fyrirspurnarteikningu ABS Teiknistofu dags. 20.03.2019.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Fyrirhuguð breyting samræmist aðalskipulagi en deiliskipulag liggur ekki fyrir og er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Samþykkt að grenndarkynna erindið í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd. Erindið skal kynna íbúum og eigendum Vogagerðis 18, 19, 21 og 22 og Akurgerðis 3, 5, 7 og 9.

3.Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - Deiliskipulagsmál

1810030

Vettvangsskoðun frístundasvæðis við Breiðagerðisvík.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Nefndarmenn kynntu sér svæðið.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni síðunnar?