Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

68. fundur 20. mars 2025 kl. 17:30 - 19:35 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Andri Rúnar Sigurðsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Inga Sigrún Baldursdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Vegagerðin, göngu- og hjólastígar, gatnamót, strætó og fl.

2503034

Aðilar frá Vegagerðinni koma og ræða við nefndina um samgöngumál og framkvæmdir því tengdu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin þakkar Svani Bjarnasyni svæðisstjóra suðursvæðis og Valtý Þórissyni forstöðumanni áætlanadeildar hjá Vegagerðinni fyrir gott samtal um samgöngumál í sveitarfélaginu.

2.Endurskoðun aðalskipulags 2024 - 2040

2104026

Tekið fyrir að nýju, Ívar Pálson tekur þátt í fundinum undir þessum dagskrárlið á Teams. Farið yfir fund sveitarfélagsins og Skipulasstofnunar og næstu skref í málinu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Málinu er vísað til bæjarráðs til frekari ákvörðunartöku.

3.Aðal- og deiliskipulagstillaga Hafnargötu 101

2501010

Tekin er fyrir deiliskipulagstillaga vegna Hafnargötu 101 að lokinni kynningu skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagsslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Engar athugasemdir komu við forkynningu skipulagssins. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að umhverfis- og skipulagssviði verði falið að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulaga nr 123/2010.

4.Grænaborg - Deiliskipulagsbreyting í Staðarborg

2503030

Grænabyggð ehf. óskar eftir deiliskipulagsbreytingu á lóðunum Staðarborg 1-25 (oddatölur) og Staðarborg 2-12 (sléttar tölur). Sú breyting er lögð til að lóðum ofan Staðarborgar verði fækkað úr tólf í níu. Innan hvers byggingarreits verði heimilt að byggja sex íbúða fjölbýlishús í stað fjögurra íbúða rað- eða fjölbýlishúsa. Byggingar eru eftir sem áður á tveimur hæðum. Við Staðarborg 13-25 er lagt til að heimilað verði að byggja tvö fimm íbúða raðhús og tvö sex íbúða raðhús á einni hæð, í stað fjögurra íbúða rað- eða fjölbýlishúsa á tveimur hæðum. Númeraröð breytist í samræmi við breytingar á lóðunum. Fjöldi íbúða eftir breytingu er óbreyttur þ.e. 76 íbúðir alls.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur umhverfis- og skipulagssviði að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og að fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 gegn því að ekki berist umsagnir sem gefi tilefni til breytinga á áformunum.

5.Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - Deiliskipulagsmál

2104030

Tekið fyrir að nýju að loknu auglýsingaferli í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir og ábendingar lagðar fyrir nefndina.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin fór yfir umsagnir í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur umhverfis- og skipulagssviði að gera tillögur að svörum og viðeigandi lagfæringum í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið - kl. 19:35.

Getum við bætt efni síðunnar?