Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

67. fundur 18. febrúar 2025 kl. 17:30 - 19:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Sigurðardóttir varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Fundargerð ritaði: Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Dagskrá

1.Umsókn um breytingu á skipulagi - Hafnargata 10

2412013

Aðilar frá Ganti ehf. koma og kynna sína framtíðarsýn fyrir Hafnargötu 10.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin þakkar Jón Emil kærlega fyrir góða kynningu. Nefndin felur umhverfis- og skipulagssviði að vinna úr hugmyndum sem nefndar voru.

2.Fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi í Staðarborg

2502019

Aðilar frá Arnarvikri ehf. koma og kynna sínar hugmyndir vegna breytinga á íbúðum í Staðarborg í Grænubyggð.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin þakkar Erni og Jóhanni fyrir kynninguna og tekur vel í erindið.

3.Aðal- og deiliskipulagstillaga Hafnargötu 101

2501010

Lögð er fyrir breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag við Hafnargötu 101. Um sömu landnotkun er að ræða og áður en aukið byggingarmagn í aðalskipulagi og útfærslu mannvirkja í deiliskipulag og frekari skilmálum lóðarinnar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin tekur vel í aðalskipulagsbreytingu og nýtt deiliskipulag við Hafnargötu 101. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að málið fái málsmeðferð sem óveruleg aðalskipulagsbreyting skv. 2. mgr. 36. gr. og nýtt deiliskipulag verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Endurskoðun aðalskipulags 2024 - 2040

2104026

Lagðar eru fram athugasemdir Skipulagsstofnunar vegna endurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin fór yfir athugasemdir Skipulagsstofnunar og felur umhverfis- og skipulagssviði að vinnu úr þeim.

5.Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035

2109014

Reykjanesbær hefur óskað eftir umsögn vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035. Breytingin felst í að stækka landnotkunarreit Miðsvæði 12 til norðurs og austurs um 4,25 ha og auka heildar byggingarmagn í 100.000 m2 með heimild fyrir 450 íbúðum. Með breytingunni mun nýtingarhlutfall fara úr 0,2 í 0,6.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemd við erindið.

Fundi slitið - kl. 19:15.

Getum við bætt efni síðunnar?