Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

66. fundur 21. janúar 2025 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Sigurðardóttir varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Fundargerð ritaði: Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Dagskrá
Óskað var eftir því að taka mál nr. 7 málsnr. 2401013, Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2026-2040, inn með afbrigðum og var það samþykkt samhljóða.

1.Svæðisskipulag Suðurnesja 2024-2040

2411027

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja óskar eftir umsögn um kynningu á vinnslutillögu af Svæðisskipulagi Suðurnesja 2024-2040. Margvíslegar breytingar hafa orðið á mikilvægum forsendum sem snúa að Suðurnesjum. Vegna þessara breytinga var ákveðið að endurskoða stefnu svæðisskipulagsins um auðlindir, samgöngur og veitur, atvinnu og samfélag. Jafnframt er lögð fram stefna sem tekur til náttúruvár, loftslagsmála, auðlinda, innviða og heimsmarkmiða. Tilgangur með endurskoðun svæðisskipulagsins er jafnframt að draga fram mikilvægi þeirra fyrir hagsmuni Suðurnesja og móta þá umgjörð sem þarf að fylgja til að tryggja fjölbreytta hagsmuni samfélags, umhverfis og efnahags.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin felur Umhverfis- og skipulagssviði að koma ábendingum nefndarinnar og sviðsins á framfæri.

2.Umsókn um breytingu á skipulagi - Hafnargata 10

2412013

Óskað er eftir breyttri notkun á Hafnargötu 10. Fyrirhugað er að breyta fiskvinnsluhúsi þannig að á 1. hæð verði léttur iðnaður og geymslur og á 2. hæð verði þrjár íbúðir.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Í nýju aðalskipulagi er gert ráð fyrir að svæðið verði eingöngu verslunar- og þjónustusvæði og iðnaðarstarfsemi verði víkjandi. Ekki er gert ráð fyrir að íbúðum á efri hæðum. Nefndin felur umhverfis- og skipulagssviði að ræða við eigendur hússins um aðrar tillögur.

3.Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2 Heiðargerði 19

2307009

Óskað eftir breyttri notkun á húsnæði. Um er að ræða að einbýlishúsi sé skipt upp í tvær íbúðir. Einnig er verið að byggja við tvær minni útbyggingar til austurs og vesturs sem og að breyta annarsvegar söðluþaki og einhalla þaki í hefbundið valmaþak.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin hafnar erindinu.

4.Þjóðlendumál eyjar og sker

2501007

Lagt fram erindi Fjármála- og efnahagsráðherra sem hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd endurskoðaðar þjóðlendukröfur vegna eyja og skerja umhverfis landið. Kröfulýsingarnar og upplýsingar um málsmeðferðina er að finna á vefsíðu óbyggðanefndar. Þar er m.a. að finna samantekt lögmanna ríkisins um endurskoðunina. Einnig hefur verið sett upp kortasjá um kröfurnar. Í henni er grá þekja yfir svæðum sem eru undanskilin kröfugerð ríkisins en blár borði er utan um eyjar og sker sem kröfur ríkisins taka til. Óbyggðanefnd kallar eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta og hefur nú framlengt kröfulýsingarfrest þeirra til 31. janúar 2025.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Erindið lagt fram.

5.Hafnargata 101, uppbygging og þróun.

2104054

Sveitarfélagið auglýsti svæðið sem þróunarreit og sýndu tveir aðilar verkefninu áhuga. Annar aðilana hefur unnið tillöguna áfram fyrir svæðið þar sem tillaga hans hefur fengið góðan hljómgrunn.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat nefndarinnar að vinna áfram að tillögum Arnarvirkis ehf. sem hafa verið kynntar fyrir nefndinni. Lagt er til að áfram verði unnið að framtíðar þróun á svæðinu með Arnarvirki ehf.

6.Deiliskipulagstillaga Hafnargötu 101

2501010

Lagt er fyrir nýtt deiliskipulag fyrir lóðina að Hafnargötu 101. Á lóðinni verður heimilt að reisa eitt 4 hæða fjölbýlishús án kjallara með allt að 65 íbúðum. Elsti húshluti fiskvinnsluhúss sem stendur á svæðinu skal endurbyggður. Nýbygging skal stallast niður að núverandi íbúðarbyggð til austurs. Við hönnun húsa og lóðar skal miða við að hvoru tveggja falli sem best að landi. Leggja skal áherslu á að mynda skjólgóð dvalarsvæði á lóð sem liggja vel til sólar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Erindinu er frestað og felur nefndin umhverfis- og skipulagssviði að fara yfir deiliskipulagstillöguna með minjaverði.

7.Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2026-2040

2401013

Hafnarfjarðarkaupstaður óskar eftir umsögn vegna breytingar á aðalskipulagi, málið varðar breytingu á greinargerð aðalskipulags vegna fjölgunar íbúða í Skarðshlíð.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?