2411027
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja óskar eftir umsögn um kynningu á vinnslutillögu af Svæðisskipulagi Suðurnesja 2024-2040. Margvíslegar breytingar hafa orðið á mikilvægum forsendum sem snúa að Suðurnesjum. Vegna þessara breytinga var ákveðið að endurskoða stefnu svæðisskipulagsins um auðlindir, samgöngur og veitur, atvinnu og samfélag. Jafnframt er lögð fram stefna sem tekur til náttúruvár, loftslagsmála, auðlinda, innviða og heimsmarkmiða. Tilgangur með endurskoðun svæðisskipulagsins er jafnframt að draga fram mikilvægi þeirra fyrir hagsmuni Suðurnesja og móta þá umgjörð sem þarf að fylgja til að tryggja fjölbreytta hagsmuni samfélags, umhverfis og efnahags.