Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

65. fundur 19. nóvember 2024 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Andri Rúnar Sigurðsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Inga Sigrún Baldursdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Fundargerð ritaði: Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Dagskrá

1.Staðsetning nýs strætóskýlis í bæjarfélaginu

2410019

Vegagerðin hefur sent inn fyrirspurn vegna staðsetningar á nýrri stoppistöð í sveitarfélaginu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin hefur farið yfir mögulegar staðsetningar og felur verkefnastjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna áfram verkefnið í samvinnu við Vegagerðina.

2.Fyrirspurn um byggingarmál, stækkun á byggingareit Sjávarborg 14-16

2411017

Kristinn Ragnarson, fyrir hönd Garðprýði ehf, sendir inn fyrirspurn um stækkun á byggingareit. Samkvæmt gildandi deilliskipulagi fyrir lóðirnar er gert ráð fyrir að á hvorri lóð er byggingarreitur 15 x21 m að stærð. Tillagan gerir ráð fyrir heimld að stækka hluta byggingarreitar um 7.5 x 3.5 m. og 5 x1 m til vesturs og tilfæra bílastæði á lóð nr. 14 að suður hluta lóðar. Að öðru leyti gilda áfram sömu skilmálar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur Umhverfis- og skipualgssviði að grendarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Lóðarmál Tjarnargata 24 og Kirkjugerði 11

2411018

Kynnt fyrir nefndinni ágreiningsmál um lóðarmörk Kirkjugerðis 11 og Tjarnargötu 24 og lagt fram hnitsett lóðarblað sem gert var fyrir lóðirnar 2017.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Málið kynnt fyrir nefndinni og nefndin upplýst um kæru til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin gerir ekki athugasemdir við lóðarblað enda sé uppgefin stærð og lega lóðar í samræmi við gildandi lóðarleigusamning.

4.Færanleg veðursjá

2411021

Veðurstofa Íslands óskar eftir því að fá að setja upp færanlega veðursjá fyrir ofan Voga. Ekki er gert ráð fyrir miklu jarðraski og er fyrirséð að ratsjáin muni sinna mikilvægu vöktunarhlutverki í næsta eldgosi á Suðurnesjum.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemd við erindið.

5.Suðurgata 4. Umsókn um byggingarleyfi

2104041

Kynnt fyrir nefndinni staða máls vegna óleyfisframkvæmdar við Suðurgötu 4.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Staða máls og framvinda kynnt fyrir nefndinni.

6.Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035

2109014

Reykjanesbær óskar eftir umsögn vegna rammahluta aðalskipulags, Ásbrú til framtíðar.
Afgreiðsla skipualagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.

7.Aðalskipulag Reykjanesbær

1012004

Reykjanesbær óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna kynningu á vinnslutillögu fyrir Helguvík iðnaðar-, athafna og hafnarsvæði.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.

8.Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025

2203035

Hafnarfjarðarkaupstaður óskar eftir umsögn vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna Þorlákstúns. Um er að ræða breytingu úr skógræktar og landgræðslusvæði í íbúðabyggð.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.

9.Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 iðnaðarsvæði I4 breyting á aðalskipulag

2309032

Hafnarfjarðarkaupstaður óskar eftir umsögn vegna breytinga á kynningar á vinnslutillögu vegna varúðarsvæðis.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.

10.Svæðisskipulag Suðurnesja 2024-2040

2411027

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja hefur óskað eftir umsögn þinni vegna kynningar á vinnslutillögu á vinnslustigi, umsagnarfrestur er til 24. janúar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Sveitarfélagið hefur unnið að endurskoðun aðalskipulags og er það nú á lokametrunum. Æskilegt er að nýtt aðalskipulag og svæðisskipulag fari vel saman og stuðli þannig að heildstæðri og vel ígrundaðri stefnumótun fyrir þróun skipulags á svæðinu. Nefndin frestar fyrirtöku máls fram til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?