Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

64. fundur 15. október 2024 kl. 17:30 - 19:05 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Sigurðardóttir varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson formaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Endurskoðun aðalskipulags 2024 - 2040

2104026

Endurskoðun aðalskipulags tekið fyrir að nýju. Lögð fyrir vinnslutillaga aðalskipulags Sveitarfélagsins Voga 2024-2040.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir aðalskipulagstillöguna og leggur til við bæjarstjórn að hún verði send til Skipulagsstofnunar til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í framhaldi auglýst í samræmi við 31. gr. sömu laga.

2.Kirkjuholt skipulagsmál

2206024

Hlynur Sigursveinsson, fyrir hönd Húseiningar ehf., óskar eftir óverulegri breytingu á deiliskipulagi. Um er að ræða aukningu á byggingarmagni innan skilgreinds byggingarreits á lóðinni við Kirkjugerði 2-4 úr 320m2 í 353m2.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur Umhverfis- og skipualgssviði að grendarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr.

3.Innviðalóð undir tækjahús og mastur

2407029

Málið tekið fyrir að nýju. Míla ehf. óskar er eftir aðstöðu fyrir tækjahús og mastur norðan við íþróttamiðstöðu sveitarfélagsins.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin ræddi mögulegar staðsetningar fyrir innviðalóð og hvar best sé að hafa tækjahús og mastur. Nefndin felur umhverfis- og skipulagssviði að halda áfram samtalinu við Mílu í samræmi við hugmyndir nefndarinnar um staðsetningu. Einnig leggur nefndin til að rætt verði við Ungmennafélagið um mögulega staðsetningu innan íþróttasvæðis þar sem hægt væri að nýta mastrið sem lýsingu.

4.Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - Deiliskipulagsmál

2104030

Breytingar á fyrirhuguðu deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í Breiðagerði kynnt fyrir nefndinni. Vegna umsagnar Minjastofnunar þá munu byggingarreitir á lóðum Breiðagerðis 18 og 19 falla út.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Málið tekið fyrir að nýju eftir umsögn Minjastofnunar. Nefndin samþykkir tillögu að deiliskipulagi og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að auglýsa aftur tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Viðhald og framkvæmdir 2025

2409001

Umhverfis- og skipulagssvið leggur fram drög að viðhalds- og framkvæmdaráætlun 2025 til kynningar fyrir nefndina.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Farið yfir helstu viðhalds- og framkvæmdaverkefni sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 19:05.

Getum við bætt efni síðunnar?