Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

63. fundur 17. september 2024 kl. 17:30 - 19:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Andri Rúnar Sigurðsson formaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Fyrirspurn um byggingarmál - Ytri Ásláksstaðir

2409013

Erindi frá Minja- og sögufélagi Vatnsleysustrandar.

Félagið fékk nýverið að gjöf íbúðarhúsið að Ásláksstöðum frá eigendum Ásláksstaða en húsið er elsta hús sveitarfélagsins, byggt á árunum 1883-1884 og er friðað. Félagið hefur í hyggju að endurbyggja húsið til upprunalegs horfs. Gjöfin er háð þeim skilyrðum að húsið verði flutt brott. Styrkja þarf húsið og endurbyggja að hluta á staðnum áður en það verður flutt. Félagið óskar eftir því að vel verði tekið í væntanlegt erindi félagsins um að húsið verði flutt brott og því fundinn nýr staður. Í þeim efnum hefur verið horft til minjareits félagsins að Kálfatjörn. Beiðni um flutning á nýjan stað verður send nefndinni þegar undirbúningsvinnu er lokið.
Afgreiðsla skipulagsnefnar: Nefndin gerir ekki athugasemdir við áform félagsins um endurbyggingu og flutning íbúðarhússins að Ásláksstöðum á nýjan stað og fagnar því að félagið skuli sýna elsta íbúðarhúsi sveitarfélagsins áhuga. Byggingarfulltrúa er falið endanleg afgreiðsla málsins að undangenginni umsókn Minjastofnunar Íslands.

2.Hafnargata 101, uppbygging og þróun.

2104054

Lögð eru fram kynningargögn vegna mögulegrar uppbyggingar við Hafnargötu 101. Teikna teiknistofa arkitekta vann gögnin fyrir Arnarvirki ehf. sem gerir ráð fyrir um 60 íbúðum, þjónustu og möguleika á skemmilegu útisvæði.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin tekur vel í fyrirhuguð áform.

3.Skipulag, staðsetning og hönnun grunn- og leikskóla

2404001

Farið yfir stöðu mála og breytingar á skólahúsnæðum á árinu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs fór yfir helstu framkvæmdir á árinu. Farið var yfir mögulega framtíðaruppbyggingar á grunn- og leikskóla. Mikilvægt er að þau verkefni verði unnin áfram og aflað þeirra ganga sem þykja nauðsynleg í þeirri vinnu.

4.Loftgæðamælir - staðsetning

2407003

Staðsetning kynnt fyrir nefndinni.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Staðsetning á mælahúsi á bílstæði við íþrótta- og tjaldsvæði er lögð til í samráði við Umhverfisstofnun.

5.Göngu- og hjólreiðastígur Vogastapi

2107005

Farið fyrir stöðu verkefnisins.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Sviðsstjóri sagði frá stöðu verkefnisins. Ekki hafa endanleg hönnunargögn vegna göngu- og hjólastígs skilað sér í hús og munu framkvæmdir því ekki hefjast á árinu eins og vonir voru bundnar við. Samtal er á milli umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar og HS veitna. Gott samtal er á milli sveitarfélaganna en HS veitur hafa einnig sýnt verkefninu áhuga og eru hugmyndir uppi um samlegð við stígagerðina og lagningu lagna með stígnum. Fyrirhugaður er fundur allra ofangreindra aðila á næstunni.

Nefndin hvetur aðila til að koma þessu verkefni í farveg því ekki eru göngustígar aðeins mikilvægt lýðheilsumál heldur gæti góður stígur nýst í neyð.

6.Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035

2109014

Óskað er eftir umsögn vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035. Inntak breytingarinnar er að byggingarmagn á skipulagssvæðinu er aukið úr 120.000m2 í 283.500m2. Lýsing og vinnslutillaga breytingar á aðalskipulagi fyrir reit AT12 er kynnt samhliða
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemdir við skipulagsbreytinguna.

7.Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025

2203035

Breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna Þorlákstúns. Úr skógræktar- og landgræðslusvæði (SL4) í íbúðabyggð (stækkun ÍB7).
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemdir við skipulagsbreytinguna.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?