2409013
Erindi frá Minja- og sögufélagi Vatnsleysustrandar.
Félagið fékk nýverið að gjöf íbúðarhúsið að Ásláksstöðum frá eigendum Ásláksstaða en húsið er elsta hús sveitarfélagsins, byggt á árunum 1883-1884 og er friðað. Félagið hefur í hyggju að endurbyggja húsið til upprunalegs horfs. Gjöfin er háð þeim skilyrðum að húsið verði flutt brott. Styrkja þarf húsið og endurbyggja að hluta á staðnum áður en það verður flutt. Félagið óskar eftir því að vel verði tekið í væntanlegt erindi félagsins um að húsið verði flutt brott og því fundinn nýr staður. Í þeim efnum hefur verið horft til minjareits félagsins að Kálfatjörn. Beiðni um flutning á nýjan stað verður send nefndinni þegar undirbúningsvinnu er lokið.