Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

62. fundur 20. ágúst 2024 kl. 17:30 - 19:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Sigurðardóttir varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - Deiliskipulagsmál

2104030

Málið tekið fyrir að nýju eftir yfirferð hjá Skipulagsstofnun.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir tillögu að deiliskipulagi og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að auglýsa aftur tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ómar Ívarsson skipulagsfræðingur sveitarfélagsins sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

2.Endurskoðun aðalskipulags kjörtímabilið 2018 - 2022

2104026

Áframhaldandi vinna vegna breytinga á aðalskipulagi. Lögð fyrir vinnslutillaga aðalskipulags Sveitarfélagsins Voga 2024-2040.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir aðalskipulagstillöguna og leggur til við bæjarstjórn að hún verði send til Skipulagsstofnunar til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í framhaldi auglýst í samræmi við 31. gr. sömu laga. Ómar Ívarsson sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

3.Sjávarborg 14-16 - Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi

2406093

Ólafur Ólafsson, fyrir hönd Garðprýði 7 ehf, óskar eftir óverulegri breytingu á deiliskipulagi. Félagið óskar eftir því að fá að byggja tvíbýli á lóðunum Sjávarborg 14 og 16 í stað einbýlis, líkt og gert er ráð fyrir í skipulagi. Ekki er óskað eftir breytingu á byggingarmagni né byggingareit.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin hafnar erindinu.

4.Breyting á deiliskipulagi - Hrafnaborg 1

2407030

Tasof ehf. óskar óverulegri breytingu á deiliskipulagi. Breytingarnar gera ráð fyrir að byggingareitur við Hrafnaborg 1 færist um 2 metra til norð-austurs.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur Umhverfis- og skipualgssviði að grendarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Ósk um óverulega breytingu á deiliskipulagi Hrafnaborg 2,4,6 og 8

2408023

Róbert Páll Lárusson, fyrir hönd Hrafnaborg 2-8 ehf., óskar eftir óverulegri breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felst í stækkun á byggingareit á lóðunum Hrafnaborg 2, 4, 6 og 8.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur Umhverfis- og skipualgssviði að grendarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Loftgæðamælir - staðsetning

2407003

Umhverfisstofnun hyggst koma fyrir nýjum loftgæðamælir í sveitarfélaginu. Nýju mælarnir eru nokkuð fyrirferðaminni en sá sem nú stendur á tjaldsvæðinu. Finna þarf hentuga staðsetningu fyrir mælinn.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin felur umhverfis- og skipualgssviði að halda áfram í samstarfi við Umhverfisstofnun að finna viðeigandi staðsetningu út frá umræðum fundarins.

7.Innviðalóð undir tækjahús

2407029

Míla óskar eftir að fá úthlutaðri innviðalóð undir tækjahús. Um er að ræða lágreist tækjahús, 12-20 fermetrar að stærð. Við hliðina á tækjahúsinu er gert ráð fyrir 18-20 metra stál staur. Staurinn er hugsaður fyrir farsímamál til lengri tíma og tækjahúsið sem tengipunktur vegna ljósleiðaravæðingar sveitarfélagsins.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin felur umhverfis- og skipualgssviði að halda áfram í samstarfi við Mílu að finna viðeigandi staðsetningu út frá umræðum fundarins.

8.Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2026-2040

2401013

Hafnarfjarðarkaupstaður óskar eftir umsögn vegna breytingar á deiliskipulagi við Helluhraun 2.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemd við erindið.

9.Suðurgata 4. Umsókn um byggingarleyfi

2104041

Kynnt fyrir nefndinni kæra JA lögmanna f.h. Gunnars Þórs Ármanssonar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna álagningu dagsekta vegna óleyfisframkvæmda að Suðurgötu 4.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Málið kynnt fyrir nefndinni.

Fundi slitið - kl. 19:15.

Getum við bætt efni síðunnar?