Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

61. fundur 18. júní 2024 kl. 17:30 - 18:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Sigurðardóttir varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson formaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Ingvi Ágústsson varamaður
Starfsmenn
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Fundargerð ritaði: Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Dagskrá

1.Fyrirspurn um breytingingu á skipulagi við Iðndal 10

2211007

Guðmundur Ingólfsson sækir um breytingu á skipulagi fyrir hönd Stálsafls Orkuiðnaðar ehf. Óskað er eftir því að Iðndalur 10 falli undir blandaða byggð. Íbúðahverfi sé víða í kringum lóðina og lóðir ofan við götu 1-9 falli undir slíka byggð.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin hafnar erindinu. Engar efnislegar breytingar hafa orðið á erindinu síðan það var tekið fyrir hjá skipulagsnefnd í lok árs 2022. Ný gögn gefa ekki ástæðu til þess að breyta afstöðu nefndarinnar.

2.Bumbuborgarar óska eftir stöðuleyfi fyrir matarvagn við íþróttamiðstöð

2406082

Bumbuborgarar ehf. óska eftir því að fá að leggja matarvagni við íþróttamiðstöð og tengja þar við rafmagn íþróttamiðstöðvar gegn gjaldi.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin tekur vel í erindið og samþykkir að Bumbuborgarar hafi afnot af lóð og aðstöðu við íþrótta miðstöð sveitarfélagsins gegn hæfilegu gjaldi, nefndin vísar umsókn um stöðuleyfi til afgreiðslu hjá byggingafulltrúa.

3.Færsla og endurnýjun dreifistöðvar DRE-501 við iðndal 2

2406083

HS Veitur hf. óska eftir því að færa dreifistöð sem stendur við iðndal 2, fyrirhugað er jafnframt að endurnýja dreifistöðina. Núverandi staðsetning er ekki talin heppileg í ljósi þess að dreifistöðin hefur orðið fyrir margvíslegu tjóni í gegnum tíðina.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir færslu dreifistöðvarinnar.

4.Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035

2109014

Reykjanesbær óskar eftir umsögn vegna breytinga á aðalskipulagi, breytingin felst í breytingum á miðsvæði Vatnsness.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemd við erindið.

5.Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035

2109014

Reykjanesbær - lághitaholur Vogshól og Njarðvíkurheiði. Reykjanesbær óskar eftir umsögn vegna breytinga á aðalskipulagi, fyrirhuguð breyting er nýtt iðnaðarsvæði við Vogshól og á Njarðvíkurheiði fyrir lághitaborholu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemd við erindið.

6.Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 iðnaðarsvæði I4 breyting á aðalskipulag

2309032

Hafnarfjarðarkaupstaður óskar eftir umsögn vegna breytinga á aðalskipulagi 2013-2025 vegna breyttrar landnotkunar Hrauns til vesturs.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemd við erindið.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?