Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

60. fundur 21. maí 2024 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Sigurðardóttir varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Fundargerð ritaði: Hanna Lisa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Dagskrá

1.Keilisnes - þróun og uppbygging iðnaðarsvæðis

2305063

Alta ráðgjöf kynnir skýrslu sína vegna iðnaðar á Keilisnesi. Yfirlit yfir helstu forsendur um svæðið og mögulega uppbyggingu svæðisins.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin þakkar Árna frá Alta ráðgjöfum fyrir kynninguna og yfirferð skýrslunnar. Alta er þakkað fyrir vönduð og góð vinnubrögð sem nýtist vel í áframhaldandi aðalskipulagsvinnu.

2.Framtíðarstaðsetning skotíþrótta - beiðni um tilnefningu í starfshóp

2405011

Óskað er eftir því að erindisbréf stýrihóps um framtíðarstaðsetningu íþróttamiðstöðvar skotíþrótta verði tekið til efnislegrar umræðu. Einni er óskað er eftir að sveitarfélag tilnefni einn kjörinn fulltrúa til þátttöku í stýrihóp og einn til vara.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Tekið er vel í erindið og leggur skipulagsnefnd til að Guðmundur Kristinn Sveinsson sitji í stýrihópnum fyrir hönd sveitarfélagsins. Til vara verði Andri Rúnar Sigurðsson.

3.Endurskoðun aðalskipulags kjörtímabilið 2018 - 2022

2104026

Lagt fyrir nefndina tillaga að svörum vegna frestunar á skipulagi við Grindavík. Tillaga frá lögmanni sveitarfélagsins Ívari Pálssyni lögð fram.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?