Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

59. fundur 16. apríl 2024 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Sigurðardóttir varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Fundargerð ritaði: Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Dagskrá

1.Deiliskipulag Grænubyggðar áfangi 2 (Norðursvæði)

2211023

Tekið fyrir að nýju að loknu auglýsingaferli í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt samningsdrögum að samkomulagi varðandi seinni áfanga svæðisins.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin fór yfir umsagnir í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir tillögur að svörum umsagna en engar athugasemdir bárust. Nefndin telur umsagnirnar ekki gefa ástæðu til breytinga á deiliskipulagstillögu. Samkomulag milli Sveitarfélagsins Voga og Grænubyggðar var kynnt fyrir skipulagsnefnd og vísar nefndin því til bæjarráðs. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja skipulagstillöguna skv. áðurnefndum greinum skipulagslaga nr. 123/2010
Ívar Pálsson lögmaður sveitarfélagsins og Ómar Ívarsson frá Landslag ehf. sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

2.Deiliskipulag og uppbygging á reit IB-5

2205002

Tekið fyrir að nýju eftir auglýsingu í samræmi við 1. mgr 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin fór yfir umsagnir í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir tillögur að svörum umsagna en engar athugasemdir bárust. Nefndin telur umsagnirnar ekki gefa ástæðu til breytinga á deiliskipulagstillögu. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja skipulagstillöguna skv. áðurnefndum greinum skipulagslaga nr. 123/2010.
Ómar Ívarsson frá Landslag ehf. sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

3.Breiðagerði 8 - Umsókn um byggingarleyfi

2404075

Svavar Þorsteinsson sendir inn umsókn um byggingarleyfi fyrir geymsluskúr á lóðinni Breiðagerði 8. Um er að ræða tilbúið hús sem áætlað er að flytja á lóðina, jafnframt er sótt um leyfi til niðurrifs á eldri geymsluskúr. Áætluð staðsetning geymsluskúrsins er ekki innan byggingareitar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin óskar eftir frekari gögnum og frestar málinu.

4.Fyrirspurn um notkun jarðhæða Iðndals 7 og 11

2404076

Úti og inni sf. senda inn fyrirspurn þess efnis hvort gistiþjónusta á jarðhæðum lóðanna geti flokkast undir þá þjónustu sem leyfð yrði skv. skipulagi. Er vilji frá þeim fyrir því að koma fyrir fimm hótelíbúðum í hvorru húsi, hver með sér inngang.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Umrætt svæði er skipulagt sem þjónustusvæði skv. skipulagi. Nánar tiltekið þá gerir skipulagið ráð fyrir fyrir verslun, þjónustu eða opinberri stofnun á neðri hæð og íbúðum á efri hæð og fellur gistiþjónusta þar undir.

5.Skipulag, staðsetning og hönnun grunn- og leikskóla

2404001

Vegna örar uppbyggingar í sveitarfélaginu þarf að huga að uppbyggingarsvæðum fyrir grunn- og leikskóla.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Farið yfir skipulagsmál grunn- og leiskóla, staðsetningar og uppbyggingarmöguleika. Þörf er á stækkun þjónustusvæða við grunn- og leikskóla á kostnað opinna svæða til að geta mætt mögulegum stækkunum svæða undir þjónustustofanir. Því er vísað til endurskoðun aðalskipulags. Jafnframt telur nefndin að hefja þurfi þarfagreiningu og upplýsingaöflun. Lagt er til að umhverfis- og skipulagssvið komi með tillögu að vinnslu verkefnisins og mögulegum samstarfsaðilum s.s. teikni- og verkfræðistofum.

6.Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025

2203035

Hafnarfjarðarkaupstaður óskar eftir umsögn vegna skipulags- og matslýsingar. Um er að ræða breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 20213-2025 og nýjar deiliskipulagsáætlanir.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir engar athugasemdir við erindið.

7.Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035

2109014

Reykjanesbær óskar eftir umsögn vegna breytingar á aðalskipulagi (Aðaltorg M12).
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir engar athugasemdir við erindið.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?