Sverrir Pálmason fyrir hönd Grænubyggðar ehf. óskar eftir auknu nýtingarhlutfalli fyrir lóðirnar Sjávarborg 1, 3 og 5 þannig það verði 0,5, líkt og er við Sjávarborg 2,4,6 og 8. Ekki er um að ræða fjölgun íbúða.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagnefnd samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Grænuborgar vegna Sjávarborgar 1-3-5 til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.
Haldið áfram með vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Unnið í endurskoðun aðalskipulagsins.
3.Viðhald og framkvæmdir 2024
2310016
Umhverfis- og skipulagssvið leggur fram drög að viðhalds- og framkvæmdarskjali 2024 til kynningar fyrir nefndina.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Drög að viðhalds- og framkvæmdaskjali umhverfis- og skipulagssviðs kynnt fyrir nefndinni.
4.Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 iðnaðarsvæði I4 breyting á aðalskipulag
2309032
Hafnarfjörður auglýsir breytingu á aðalskipulagi fyrir iðnaðarsvæði I4. Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt skipulagslýsing eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar: stækkun iðnaðarsvæðisins I4 inn á óbyggt svæði til austurs vegna stækkunar lóðarinnar Álhellu 1. Stærð skipulagssvæðis er um 75 ha en stærð á því svæði þar sem landnotkunin breytist úr óbyggðu svæði í iðnaðarsvæði er 1,2 ha.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir engar athugasemdir við breytingar á aðalskipulaginu.
5.Hvítbók um húsnæðismál
2308051
Innviðaráðuneytið hefur til kynningar hvítbók um skipulagsmál ásamt umhverfismatsskýrslu. Hvítbók um skipulagsmál er hluti af stefnumótunarferli stjórnvalda en með henni eru sett fram drög að endurskoðun landsskipulagsstefnu 2026 sem byggir m.a. á stöðumati grænbókar. Innviðaráðherra hyggst á yfirstandandi haustþingi leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu til 15 ára og aðgerðaáætlun til fimm ára. Hvítbókin er í kynningu í samráðsgátt stjórnvalda með umsagnarfresti til og með 31.10.2023