2106007
Lögð er fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu íþróttasvæðis (ÍÞ1) og íbúðarbyggðar (ÍB7) í Grindavík. Breytingin felst í að íbúðarbyggð ÍB7 er stækkuð til suðurs meðfram íþróttasvæði ÍÞ1 að miðsvæði M1, núverandi svæði sem fellur undir breytingu aðalskipulags er skilgreint sem opið svæði (OP) og íþróttasvæði (IÞ1). Núverandi Íbúðarbyggð (ÍB7) er 11,7 ha og gerir ráð fyrir blöndun fjölbýlis og sérbýlis. Svæði stækkunar ÍB7 er áætlað fyrir fjölbýlishús, í samræmi við byggðamynstur í nágrenni.
Ívar Pálsson lögmaður sat fundinn undir þessum lið.