Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

51. fundur 20. júní 2023 kl. 12:00 - 18:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Sigurðardóttir varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson formaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir
  • Guðrún P. Ólafsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Birgir Örn Ólafsson
  • Eva Björk Jónsdóttir gestur
Fundargerð ritaði: Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Dagskrá

1.Landeldismál í Sveitarfélaginu Vogum

2203042

Vettvangsferð skipulagsnefndar og bæjarstjórnar í Ölfus þriðjudaginn 20. júní kl. 12:00. Ásamt upphafsfundi sveitarfélagsins með Alta ráðgjöfum.
Ferðin hófst á stuttum upphafsfundi með Alta ráðgjöfum í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Síðumúla. Árni Geirsson fór yfir helstu áhersluatriði fyrir Keilisnesið ásamt því að kynna fyrirtækið Alta ráðgjöf.

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi og Sigmar B. Árnason sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs tóku á móti hópnum í ráðhúsi Ölfuss og fóru yfir stefnumörkun sveitarfélagsins og sögðu frá áherslum og reynslu þeirra af uppbyggingu verkefna tengdum matvælaframleiðslu í sveitarfélaginu.

Að lokum var farið í vettvangsferð um framkvæmdasvæði fyrirtækisins Landeldi hf. sem vinnur að uppbyggingu fiskeldis í Þorlákshöfn en þar er stefnt að því að ala allt að 52 þúsund tonn af laxi árlega. Hjá Landeldi tóku Bjarni Már Júlíusson og Halldór Ólafur Halldórsson á móti hópnum.



Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?