Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

50. fundur 23. maí 2023 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Sigurðardóttir varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir
Fundargerð ritaði: Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis og skipulagssviði
Dagskrá
Formaður óskaði eftir því að taka inn mál nr. 4, málsnr. 2211018 framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara meðfram Suðurnesjalínu 1, með afbrigðum og var það samþykkt samhljóða.

1.Deiliskipulag og uppbygging á reit IB-5

2205002

Lögð er fyrir nefndina skipulagstillaga svæðisins. Skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal tillagan, forsendur hennar og umhverfismat kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum áður en hún verður tekin til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Kirkjuholt aðalskipulagsbreyting og nýtt deiliskipulag

2206024

Tekið fyrir að nýju að lokinni forkynningu skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Farið yfir athugasemdir.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin þakkar fyrir athugasemdir við forkynningu og telur að athugasemdirnar kalli ekki á breytingu á aðal- og deiliskipulagstillögu. Nefndin felur umhverfis- og skipulagssviði að auglýsa tillögurnar skv. 31. gr og 41. gr. skipulagslag nr. 123/2010 líkt og bæjarstjórn hefur áður samþykkt. Einnig verður þeim sem athugasemdir gerðu svarað formlega að loknum auglýsingatíma skipulagsins.

3.Umsókn um framkvæmdaleyfi - lagning ljósleiðara

2304018

Ljósleiðarinn ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu á ljósleiðara í þéttbýlinu. Farið hefur fram húsaskoðun á svæðinu og rætt hefur verið við eigendur og þeim boðið að fá ljósleiðarann tengdan.

Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir erindið.

4.Framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara meðfram Suðurnesjalínu 1

2211018

Ljósleiðarinn upplýsir um nauðsynlega framkvæmd meðfram Suðurnesjalínu 1. Ekki sé um framkvæmdaleyfisskylda framkvæmda að ræða þegar verið er að plægja beint í jörðu skv. úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Jafnframt þarf ekki að afla undirskrifta landeiganda en Ljósleiðaranum er skylt að hafa samráð við landeigendur, sem Guðmundur Gunnarsson gerði fyrir okkar hönd. Þá hefur Ljósleiðarinn einnig auglýst umrædda framkvæmd í Lögbirtingablaðinu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin tók erindið fyrir formlega í desember 2022 og Ljósleiðarinn fékk svarbréf þess efnis. Því hefði verið æskilegt að fá formlega tilkynningu áður en framkvæmdir hófust.

5.Fyrirspurn um byggingarmál - Heiðarholt 5 (linde Gas ehf.)

2301009

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir því að setja upp fjóra nýja tanka á lóðinni við Heiðarholt 5. Tengist það aukinni framleiðslu sem gert var ráð fyrir við byggingu verksmiðjunnar á sínum tíma. Linde Gas hefur hafið framkvæmdir til að koma til móts við athugasemdir skipulagsnefndar er varðar ljósmengun, hljóðvist og ásýnd á nýjum tönkum.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin heimilar að settir verði upp 4 nýjir tankar á lóðinni enda rúmast þeir innan skipulags svæðisins. Nefndin ítrekar óskir sínar um breytta ásýnd og einnig tekur nefndin jákvætt í hugmyndir Linde um breytta liti tankana. Nefndin þakkar fyrir jákvæð viðbrögð Linde um hljóðvist og ljósmengun.

6.Ósk um lóð á Keilisnesi (Flekkuvík)

2305062

Arnór Halldórsson hrl. óskar eftir viðræðum við sveitarfélagið um lóð undir iðnaðarstarfsemi á vegum B.M. Vallár ehf. Er þar gert ráð fyrir rekstri steypustöðvar og helluverksmiðju. Einnig er óskað eftir að lóðin gefi möguleika á að hráefni sé fært að sjó.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin þakkar fyrir sýndan áhuga, erindinu er vísað til vinnu við framtíðarskipulag svæðisins.

7.Keilisnes - þróun og uppbygging iðnaðarsvæðis

2305063

Skipulagsnefnd óskaði eftir að fengin yrði aðili sem stýrt gæti verkefninu varðandi þróun og uppbyggingu á Keilisnesi. Lögð er fyrir nefndina tillaga Alta ráðgjafafyrirtækis um nálgun þeirra á verkefninu.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndinni lýst vel á nálgun Alta. Kostnaðaráætlun og verklýsingu Alta er vísað til bæjarráðs/bæjarstjórnar.

8.Reykjanesbær bílastæðasjóður

2304024

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar samþykkti þann 21. október 2022 stofnun bílastæðasjóðs til að halda utanum gjöld, innheimtu og kostnað við bílastæði á bæjarlandi sem og rekstur á bílastæðum í eigum sveitarfélagsins.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við erindið.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?