49. fundur
18. apríl 2023 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Guðrún Sigurðardóttirvaraformaður
Andri Rúnar Sigurðssonformaður
Ingþór Guðmundssonaðalmaður
Guðmundur Kristinn Sveinssonaðalmaður
Gísli Stefánssonáheyrnarfulltrúi
Ragnar Karl Kay Frandsenvaramaður
Starfsmenn
Davíð Viðarssonsviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Hanna Lísa Hafsteinsdóttir
Fundargerð ritaði:Hanna Lísa HafsteinsdóttirVerkefnastjóri á umhverfis og skipulagssviði
Dagskrá
1.Deiliskipulag og uppbygging á reit IB-5
2205002
Farið yfir skipulag svæðisins með skipulagsfræðingi sveitarfélagsins.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin fór yfir skipulag svæðisins og felur skipulagsfræðingi sveitarfélagsins að vinnu úr ábendingum nefndarinnar.
2.Ósk um heimild til áframhaldandi vinnu við deiliskipulag í landi Grænuborgar
2211023
Farið yfir skipulag svæðisins með skipulagsfræðingi sveitarfélagsins.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin fór yfir skipulag svæðisins og felur skipulagsfræðingi sveitarfélagsins að vinnu úr ábendingum nefndarinnar. Nefndin leggur áherslu á að áfangar 1-5 í Grænubyggð verði kláraðir áður en framkvæmdir síðari áfangar hefjast.
3.Fyrirspurn um byggingarmál - Heiðarholt 5 (linde Gas ehf.)
2301009
Aðilum Linde Gas ehf. boðið á fund nefndarinnar til að fara yfir fyrirhuguð framtíðaráform í sveitarfélaginu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin þakkar aðilum Linde Gas fyrir góða og áhugaverða kynningu. Nefndin leggur áherslu á að dregið verði úr ljósmengun og verksmiðjan verði sett í jarðliti og falli betur að umhverfinu.
4.Tjaldsvæði Fyrirspurn um byggingarmál
2304006
Inga Rut Hlöðversdóttir óskar eftir í fyrirspurn sinni að byggja 3, 49 fm hús á lóð tjaldsvæðisins. Fyrir eru 3 hús en heimild er fyrir 6 húsum í skipulagi allt að 25 fm hvert. Því er um aukið byggingarmagn að ræða.
Hafnað
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin hafnar erindinu þar sem byggingarmagn er meira en núverandi skipulag heimilar. Í endurskoðuðu aðalskipulagi er gert ráð fyrir að tjaldsvæðið sé víkjandi í skipulagi.
5.Landeldismál í Sveitarfélaginu Vogum
2203042
Tekið fyrir að nýju landeldismál í Sveitarfélaginu Vogum, fyrirhuguð næstu skref í málinu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin leggur til að fenginn verði verkefnastjóri yfir þessu stóra og mikla verkefni. Einnig er lagt til að nefndin ásamt bæjarstjóra og bæjarstjórn fari í vettvangsferð í Ölfus þar sem sambærileg verkefni er að finna og fái betri yfirsýn.
6.Umsókn um breytingu á lóð í austur - Iðndalur 23
2304012
Vilhjálmur Bjarnason óskar eftir breytingu á lóð fyrir hönd lóðareiganda. Breytingin fellst í afrétting á austurlóðarmörkum. Ekki er sótt um stækkun lóðarinnar heldur eingöngu að breyta lóðarmörkunum í austur þannig að lóðin verði rétthyrnd.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Afstöðumyndir bera með sér stækkun lóðar en ekki afréttingu líkt og fram kemur í umsókn. Lóðin er sameign og þarf því að liggja fyrir samþykki beggja lóðarhafa, þó hlutur hins aðilans sé mun minni og breytingin sé fjær hans eignarhluta í húsinu. Nefndin óskar eftir því að tekið verði til á lóðinni. Erindinu er hafnað.