Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

47. fundur 21. febrúar 2023 kl. 17:30 - 20:07 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Sigurðardóttir varaformaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Inga Sigrún Baldursdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá

1.Umsókn um framkvæmdaleyfi Suðurnesjalína 2

2104113

Óskað er eftir því að fá sérfræðinga Jarðvísindastofnunar Háskóla Óslands sem unnið hafa að skýrslum og greinargerðum tengdum náttúru- og eldgosavá í Sveitarfélaginu Vogum og aðilum frá Landsneti á fund nefndarinnar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin þakkar aðilum Jarðvísindastofnunnar og Landsnets fyrir samtalið og komuna á fundinn á staðnum og í gegnum Teams-fjarfundarbúnað.

2.Byggingaráform og byggingarleyfi - Suðurgata 2

2302025

Sótt er um að hækka þak bílgeymslu um 0,7 m. Mænishæð bílgeymslu verður í 4,3 m eftir breytingu.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Umsóknin samræmist aðalskipulagi en deiliskipulag liggur ekki fyrir og er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Samþykkt er að grenndarkynna erindið í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd. Erindið skal kynna aðliggjandi lóðum, Suðurgötu 2a og Brekkugötu 5, 7, 7a, 9 og 11.

3.Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1 Austurkot 1

2211004

Sótt er um að endurbyggja samsetta byggingu sem stóð á jörðinni Austurkoti 1. Byggingin hýsti áður hlöðu og fjárhús. Talið er að byggingin sé að mestu hrunin (ef ekki öll) og verður hún endurbyggð. Endurbyggingin mun hýsa vinnustofu. Stærðin er 114,7 m2.

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd heimilar að umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig verði leitað umsagnar Vegagerðarinnar. Málsmeðferð umsóknar um byggingarleyfi verði í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

4.Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1 Austurkot 3

2211005

Sótt er um að byggja skála á jörðinni Austurkoti 3. Skálinn mun hýsa vinnustofu. Stærðin er 114,7 m2.
Hafnað
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er um íbúðarsvæði að ræða en ekki er til staðfest deiliskipulag fyrir svæðið. Frekari uppbygging skal vera í samræmi við þá byggð sem fyrir er en nánari útfærslu er vísað til deiliskipulags. Vinna þarf að deiliskipulagi fyrir umrætt svæði.

5.Fyrirspurn um skipulagsmál - Hvassahraun

2302006

Tillaga að skipulagi í Hvassahrauni lögð fyrir nefndina.
Lagt fram
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Lagt fram til kynningar.

6.Aðalskipulag Grindavíkur 2018-2032

2106007

Grindavíkurbær leggur fram vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er hér kynnt í samræmi við 2.mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin varða skilmálabreytingu fyrir íbúðarsvæði ÍB3 í töflu 1 í greinargerð aðalskipulagsins vegna þéttingar byggðar í Laut. Bætt er við heimild til að byggja par- og raðhús við Laut, alls 7 íbúðir, til viðbótar við þegar tilgreinda þéttingarreiti. Deiliskipulagstillaga fyrir Laut verður auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingunni.
Samþykkt
Afgreiða skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki efnislega athugasemd við fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingu eða deiliskipulag við Laut. Hins vegar eru ítrekaðar fyrri athugasemdir Sveitarfélagsins Voga vegna sveitarfélagsmarka Grindavíkurbæjar.

Fundi slitið - kl. 20:07.

Getum við bætt efni síðunnar?