44. fundur
15. nóvember 2022 kl. 17:30 - 18:36 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Guðrún Sigurðardóttirvaraformaður
Andri Rúnar Sigurðssonformaður
Ingþór Guðmundssonaðalmaður
Friðrik V. Árnasonaðalmaður
Guðmundur Kristinn Sveinssonaðalmaður
Gísli Stefánssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Davíð Viðarssonsviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Fundargerð ritaði:Davíð ViðarssonSviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.Hafnargata 101, uppbygging og þróun.
2104054
Minjafélagið hefur óskað eftir því að fylgja eftir erindi sínu til sveitarfélagsins með því að koma á fund nefndarinnar vegna frystihúss Voga hf. og hafnarsvæðis í Vogum.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin þakkar aðila Minjafélagsins fyrir samtalið og komuna á fundinn.
2.Umsókn um breytingu á skipulagi við Iðndal 10
2211007
Guðmundur Ingólfsson sækir um breytingu á skipulagi fyrir hönd Stálsafls Orkuiðnaðar ehf. Óskað er eftir því að Iðndalur 10 falli undir blandaða byggð. Íbúðahverfi sé víða í kringum lóðina og lóðir ofan við götu 1-9 falli undir slíka byggð.
Jón Magnús Halldórsson sendir inn fyrirspurnarteikningu fyrir Iðndal 11. Ætlunin er að vera með hundahótel á lóðinni.
Hafnað
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat nefndarinnar að starfsemi hundahótels í nálægð við íbúðabyggð sé ekki ákjósanleg. Erindinu er því hafnað.
4.Fyrirspurn um Hlýraeldi á Keilisnesi
2211017
Hreinn Sigmarsson sendir inn erindi vegna Hlýraeldis á Keilisnesi.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin tekur vel í erindið og óskar eftir frekari kynningu á verkefninu fyrir nefndarmönnum.
5.Framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara meðfra Suðurnesjalínu 1
2211018
Ljósleiðarinn ehf. áformar að leggja ljósleiðara meðfram Suðurnesjalínu 1. Plægja þarf eða grafa ljósleiðararör í fyrirliggjandi vegslóða meðfram línunni og er þannig áformað að hreyfa ekki við óröskuðu landi. Tilgangur lagnarinnar er að auka öryggi almennrar fjarskiptaumferðar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Sveitarfélagið er ekki landeigandi á þessum hluta lagnaleiðarinnar en mun skoða veitingu framkvæmdaleyfis þegar þar að kemur og fyrir liggur samþykki allra landeigenda. Einnig er bent á öryggi lína m.t.t. náttúruvár á umræddi lagnaleið skv. náttúruvárskýrslu Háskóla Íslands.
6.Ósk um heimild til áframhaldandi vinnu við deiliskipulag í landi Grænuborgar
2211023
Grænabyggð ehf. óskar eftir heimild til að vinna að deiliskipulagi íbúðasvæðis norðanmegin við núverandi hverfi, innan reitsins ÍB-3-1, í nánu samstarfi við sveitarfélagið.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að heimila Grænubyggð ehf. að hefjast handa við vinnu deiliskipulags á fyrirhuguðu svæði skv. samkomulagi við sveitarfélagið. Nefndin ítrekar að hámarks fjöldi eininga á svæðinu séu 779 sem Grænabyggð ehf. hefur til umráða. Áréttar nefndin jafnframt að áður en sveitarfélagið veitir heimild til framkvæmda og sölu á byggingarrétti þá skal fyrri áfangi vera langt kominn bæði hvað varðar framkvæmdir og úthlutun lóða sbr. 2. gr samkomulags aðila.