2104113
Tekið fyrir að nýju erindi Landsnets hf. dags. 11.12.2020, umsókn um framkvæmdaleyfi Suðurnesjalínu 2, ásamt fylgigögnum.
Í úrskurði í máli nr. 53/2021 frá 4. október felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úr gildi þá ákvörðun Sveitarfélagsins Voga að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir 220kV Suðurnesjalínu 2. Í úrskurðinum kemur fram að nefndin telur ágalla vera á umsögn Skipulagsstofnunar frá 22. apríl 2020 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Sveitarfélagið Vogar óskaði eftir afstöðu Skipulagsstofnunar til meintra ágalla sem Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála taldi vera á mati stofnunarinnar og fram kemur í fyrrnefndum úrskurði. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 28. janúar 2022.
Skipulagsnefnd lagði til við bæjarstjórn að ráðinn verði verkefnastjóri til að fara vandlega yfir þá annmarka sem Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála teldi vera á málsmeðferð Sveitarfélagsins Voga og fram koma í úrskurði í máli 53/2021.
Einnig var ákveðið að fá sérfræðinga til að leggja mat á sjónarmið Landsnets um öryggi loftlínu í ljósi eldhræringa á Reykjanesi. Leitað var til Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands vegna eldfjallavár í sveitarfélaginu. Lögð fram ný skýrsla Jarðvísindastofnunar, Náttúru- og eldgosavá í Sveitarfélaginu Vogum. Mat á eldgosavá með tilliti til jarðhræringa á Reykjanesi 2021, dags. í apríl 2022.
Jafnframt lögð fram drög að greinargerð sveitarfélagsins um umsóknina.
Samþykkt