1.Geo Salmo ehf. óskar eftir viðræðum við sveitarfélagið um lóð undir landeldi
2202005
Aðilar Geo Salmo ehf. kynna starfsemi sína og framtíðaruppbyggingu landeldis sem mögulega gæti átt sér stað í sveitarfélaginu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin tekur vel í erindið og þakkar aðilum Geo Salmo ehf. fyrir góða og áhugaverða kynningu.
2.Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - Deiliskipulagsmál
2104030
Lagt er fyrir nýtt deiliskipulag fyrir Breiðagerði. Skipulagslýsing var auglýst frá 28. janúar til 23. febrúar 2022. Tekið var tillit til þeirra umsagna og athugasemda sem bárust í vinnu við deiliskipulagið.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Tillaga að deiliskipulagi fyrir Breiðagerði lögð fram til umfjöllunar og meðferðar hjá Skipulagsnefnd. Lagt er til að hámarks nýtingarhlutfall verði 0,15 og hámarks byggingarmagn 220 fermetra á lóð. Nefndin samþykkir að tillagan verði kynnt samkvæmt 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja slíkt hið sama.
3.Iðndalur 7-11 fyrirspurn vegna breytinga á deiliskipulagi
2201013
Aðilum lóða Iðndals 7-11 boðið til viðræðna um fyrirhugaða uppbyggingu í sveitarfélaginu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin tekur vel í erindið og þakkar aðilum Iðndals 7-11 fyrir komuna.
4.Heiðarholt 2-4, óveruleg breyting á deiliskipulagi
2203006
Lögð er fyrir breyting á deiliskipulagi við Heiðarholt 2-4. Breytingin felur í sér að skipta einni lóð í tvær en húsagerðir innan beggja lóðana verður sú sama og innan fyrri lóðar og í samræmi við þær byggingar sem gert er ráð fyrir á aðliggjandi lóðum.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og að fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5.Iðndalur 10A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2112017
Óskað er eftir færslu á byggingarreit til norðurs um 8,75m. Lóðarhafi hyggst breyta skipulagi húss þannig að hægt verði að keyra inn í húsið bæði að framanverðu og aftanverðu.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Tekið er vel í erindið og óskað eftir að skipulagsbreyting verði gerð í samræmi við fyrirhugaða breytingu og lögð inn til samþykktar.
6.Lyngdalur 16 - óskráð geymsla
2202017
Kristján Leifsson byggingarfræðingur sendir inn teikningar fyrir hönd eiganda og óskar eftir að fá að staðsetja geymslu á lóð samkvæmt teikningum.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Eigandi hefur brugðist við ábendingum byggingarfulltrúa. Nefndin bendir eiganda á að hafa samband við byggingarfulltrúa áður en farið er í framkvæmdir. Framkvæmdir á lóðum geta verið leyfis- eða tilkynningaskyldar. Nefndin samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að ganga frá málinu.