2202013
Gert er ráð fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar (stofnbrautar) í núverandi vegstæði og þarf því að gera deiliskipulag fyrir Reykjanesbraut frá núverandi gatnamótum Reykjanesbrautar við afleggjara til Krýsuvíkur að sveitarfélagsmörkum Hafnarfjarðar og Voga ásamt tengibraut sem mun þjónusta iðnaðarsvæðin í Kapelluhrauni og Hellnahrauni. Breytingin á Reykjanesbraut nær frá afleggjara til Krýsuvíkur að enda fjögurra akreina brautarinnar á Hrauni vestan Straumsvíkur í Hafnarfirði, um 600m frá sveitarfélagsmörkum. Lengd vegkaflans sem verður breytt er um 5,6 km og er þetta eini kaflinn á Reykjanesbrautinni, frá Ásbraut í Hafnarfirði að Njarðvík, sem er með eina akrein í hvora átt. Frestur til að skila athugasemdum er til 3. mars.
Samþykkt