Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

32. fundur 10. desember 2021 kl. 06:45 - 07:50 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Oktavía Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson Skipulags-og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Grindavíkur 2018-2032

2106007

Óskað er umsagnar vegna eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar:

Aðgengi og þjónusta vegna eldsumbrota við Fagradalsfjall og athafnarsvæði í Hraunsvík vegna landtöku sæstrengs. Í tillögunni eru skilgreindar framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru í landi Hrauns og Ísólfsskála, til að bæta aðgengi að gosstöðvum í Geldingadölum og breytingu á landi Hraunsvíkur fyrir aðkomu sæstrengs og athafnasvæði fyrir aðstöðuhús og varaaflsstöð.
Samþykkt
Afgreiða skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki efnislega athugasemd við fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingar. Hins vegar eru ítrekaðar fyrri athugasemdir Sveitarfélagsins Voga vegna sveitarfélagsmarka Grindavíkurbæjar.

2.Aðalskipulag Grindavíkur 2018-2032

2106007

Óskað er umsagnar vegna eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar:

Nýtt hreinsivirki og frárennslislögn, göngu- og reiðhjólastígar og stækkun golfvallar í Grindavík. Breytt aðalskipulag. Í tillögunni er gert ráð fyrir hreinsvirki fyrir skólp á hafnarsvæðinu við Eyjabakka og frárennslislögn frá henni til suðurs á Hópsnesi og út í sjó. Þá er í tillögunni bætt við göngu- og reiðhjólastíg frá íbúðarsvæðum vestast í Grindavík inn á stíg með fram Nesvegi. Í tillögunni er jafnframt sett fram stækkun golfvallar við Húsatóftir í Grindavík.
Samþykkt
Afgreiða skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki efnislega athugasemd við fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingar. Hins vegar eru ítrekaðar fyrri athugasemdir Sveitarfélagsins Voga vegna sveitarfélagsmarka Grindavíkurbæjar.

3.Brekkugata 1-2-Breyting á skipulagi

2109017

Málið tekið fyrir að nýju, fyrir liggja frekari gögn vegna málsins.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til að kynna lóðirnar sem íbúðalóðir í nýju aðalskipulagi. Nefndin bendir á að lóðir og nýjar byggingar verður að aðlaga að eldri lóðum og byggingum þannig að götumynd verði heildstæð. Halda þarf opnu svæði meðfram grjótgarði og göngustíg. Komi til nýrra bygginga þarf að huga að gólfkóta með tillit til fyrirsjáanlegrar hækkunar sjávar og landsigs. Núverandi hús verði víkjandi með breyttu skipulagi. Nánari útfærsla verði unnar í samráði við sveitarfélagið. Nefndin setur fyrirvara um verndargildi núverandi húss. Vakin er athygli á því að umrætt svæði er í eigu sveitarfélagsins og einkaaðila.

4.Endurskoðun aðalskipulags kjörtímabilið 2018 - 2022

2104026

Samkvæmt. 2. mgr 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur skipulagstillagan verði kynnt íbúum og hagsmunaraðilum á opnum kynningarfundi. Einnig hafa skipulagsgögn verið aðgengileg á heimsíðu sveitarfélagsins. Tillagan er því tekin fyrir skv. 3. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á kynningartíma bárust 9 ábendingar og athugasemdir.

Samþykkt
Afgreiðsla Skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir tillöguna og beinir þeim tilmælum til bæjarstjórnar að tillagan dagsett 10.12.2021 verði samþykkt. Þá verði tillagan send til Skipulagsstofnunar til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og síðar auglýst í samræmi við 31. gr. sömu laga.
Ekki er talið tilefni til að breyta tillögunni en innkomnar umsagnir og athugasemdir sem þegar hafa borist verða teknar til efnislegrar umfjöllunar og afgreiðslu með öðrum umsögnum og athugasemdum að auglýsingatíma loknum. Lagt er til að erindi Landsnets verði vísað til lögmanns sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 07:50.

Getum við bætt efni síðunnar?