Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

30. fundur 19. október 2021 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Oktavía Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson skipulags-og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - Deiliskipulagsmál

2104030

Málið er tekið fyrir að nýju en fyrir fundinn liggja drög að skipulagstillögu Ómars sem verður gestur fundarins.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin felur skipulagsráðgjafa að vinna deiliskipulagslýsingu fyrir svæðið út frá núverandi skilgreiningu á svæðinu.

2.Brekkugata 1-2-Breyting á skipulagi

2109017

Málið tekið fyrir að nýju. Fyrir liggur álit Verkstæðistofu Suðurnesja um byggingarhæfni lóðanna.
Lagt fram
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin vísar erindinu til vinnuhóps aðalskipulags.

3.Grænaborg 2 - deiliskipulag fjölgun íbúða

2110022

Kristinn Ragnarsson arkitekt sækir um fyrir hönd lóðarhafa og fer þess á leit við skipulagsnefnd að heimiluð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi lóðarinnar Grænuborg 2. Breytingin felur í sér fjölgun íbúða úr 9 í 10 íbúðir. Heimild fyrir hjóla- og vagnageymslu inn á baklóð og nýtingarhlutfall fer úr 0,55 í 0,56 að öðru leyti gilda sömu skilmálar.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er það mat nefndarinnar að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og er því fallið frá að grenndarkynna tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Grænabyggð - óveruleg breyting á deiliskipulagi vegna spennistöðvar

2110025

Grænabyggð ehf sækir um skipulagsbreytingu vegna spennistöðvar við Staðarborg 12.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er það mat nefndarinnar að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og er því fallið frá að grenndarkynna tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Gagnaveitan - samningur um aðstöðu og búnað - ljósleiðaravæðing þéttbýlis

2110006

Elísabet Guðbjörnsdóttir sækir um framkvæmdaleyfi fyrir Gagnaveitu Reykjavíkur fyrir stofnlögn frá Reykjavíkurbraut inn í Voga. Staðsetning lagnar er á milli vegar og göngustígs. Vegagerðin hefur gefið leyfi fyrir framkvæmdinni.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið. Um óverulega framkvæmd á veghelgunarsvæði er að ræða og er því framkvæmdin ekki talin framkvæmdaleyfisskyld.

6.Landsnet- Kæra vegna Suðurnesjalínu 2

2104247

Fyrir fundinn liggur niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kærumáli Landsnets hf. vegna synjunar sveitarfélagsins á umsókn fyrirtækisins um lagningu Suðurnesjalínu 2.

Bæjarráð vísaði málinu til meðferðar skipulagsnefndar á fundi sínum 6. október 2021.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Í úrskurði í máli nr. 53/2021 frá 4. október felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úr gildi þá ákvörðun Sveitarfélagsins Voga að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir 220kV Suðurnesjalínu 2. Í úrskurðinum kemur fram að nefndin telur ágalla vera á umsögn Skipulagsstofnunar frá 22. apríl 2020 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Sveitarfélagið Vogar óskar eftir afstöðu Skipulagsstofnunar til meintra ágalla sem Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur vera á mati stofnunarinnar og fram kemur í fyrrnefndum úrskurði.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að ráðinn verði verkefnastjóri til að fara vandlega yfir þá annmarka sem Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur að hafi verið á málsmeðferð Sveitarfélagsins Voga og fram koma í úrskurði í máli 53/2021.

7.Fráveita 2021

2104199

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn, þar sem tilkynnt er um endurbætur á fráveitukerfi Sveitarfélagsins Voga samkvæmt 19. gr. laga nr. 111/2021 og tl. 11.05 í 1. viðauka við lögin.

Í umsögn skal koma fram eftir því sem við á, hvort Sveitarfélagið Vogar telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði Sveitarfélagið Vogar telur að þurfi að skýra frekar og hvort þau kalli að þess mati á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Vel er gerð grein fyrir helstu mögulegum umhverfisþáttum sem framkvæmdin kann að hafa áhrif á, eins og fram kemur í skýrslu Tækniþjónustu SÁ ehf. Það er mat nefndarinnar að umhverfisáhrif séu staðbundin og óveruleg áhrif og framkvæmdin ætti því ekki að vera háð mati á umhverfisáhrifum. Tilgangurinn með framkvæmdinni er að mæta framtíðaruppbyggingu í sveitarfélaginu ásamt því að geta mætt auknum kröfum sem gerðar verða til fráveitumála á hverjum tíma. Framkvæmdaleyfi er veitt af sveitarfélaginu fyrir framkvæmdinni að loknu matsskylduferli.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?