2012014
Lagt er fyrir fundinn nýtt deiliskipulag og aðalskipulagstillögu vegna Njarðvíkurhafnar. Áform eru um að auka við athafnasvæði hafnarinnar og Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur á suðursvæði Njarðvíkurhafnar. Móta þarf svæðið að auknum umsvifum og tilheyrandi uppbyggingu aðstöðu og landmótunar. Meðal framkvæmda sem koma til með að fylgja í kjölfar skipulagsbreytinga eru bygging þurrkvíar, dýpkun hafnarinnar, brimvarnargarður, landfylling og viðlegukantur. Þá er ráðgert að þróa þjónustuklasa fyrir sjávarútveginn í tengslum við hafnarsvæðið á aðliggjandi athafnasvæði þar sem lögð verður áhersla á þjónustu við skip á norðurslóðum, íslensk sem erlend til viðhalds, breytinga og endurnýjunar.
Samþykkt
Afbrigðin samþykkt samhljóða