Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

29. fundur 28. september 2021 kl. 17:30 - 19:30 í Álfagerði
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson varamaður
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson skipulags-og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Formaður nefndarinnar leitaði afbrigða um að bæta við lið 7 "Fjárhagsætlun 2021-2024"
Afbrigðin samþykkt samhljóða

1.Frístundasvæði við Breiðagerðisvík - Deiliskipulagsmál

2104030

Málið er tekið fyrir að nýju en fyrir liggur lögfræðiálit frá Ívari Pálssyni lögmanni sveitarfélagsins vegna málsins. Ívar er gestur fundarins undir þessum lið.
Lagt fram
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin óskar eftir að fá drög að skipulagstillögu með lóðamörkum, byggingarreitum, mögulegum veglínum og fráveitulausnum.

2.Brekkugata 1-2-Breyting á skipulagi

2109017

Eigendur óska eftir viðræðum við sveitarfélagið um framtíðarskipulag lóðanna og að skilgreining þeirra verði íbúðarsvæði í fyrirhuguðum breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem er í vinnslu.
Frestað
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin óskar eftir frekari gögnum frá byggingarfulltrúa.

3.Aðalskipulag Grindavíkur 2018-2032

2106007

Grindavíkurbær kynnir hér tillögu að breyttu aðalskipulagi í samræmi við 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Annars vegar er um að ræða breytingu vegna sæstrengs sem kemur á land í Hraunsvík og mun jarðstrengur svo lagður með Suðurstrandarvegi. Hins vegar breytingar aðalskipulags vegna eldgoss við Fagradalsfjall þar sem stefnt er að efla öryggi ferðafólks og gera aðstöðu til ferðaþjónustu, bílastæðum, þjónustubyggingum og breytingu á stígakerfi.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemd við aðgengi og þjónustu vegna eldumbrota við Fagradalsfjall og sæstreng og athafnarsvæði í Hraunsvík. Hins vegar eru ítrekaðar fyrri athugasemdir Sveitarfélagsins Voga vegna sveitarfélagsmarka Grindavíkurbæjar.

4.Aðalskipulag Grindavíkur 2018-2032

2106007

Óskað er eftir umsögn við skipulagslýsingu breytingar á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2018-2032. Skipulagslýsingin varðar breytingar á Aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032 vegna stækkunar á golfvelli Grindavíkur við Húsatóftir (ÍÞ2). Við landmótun vegna stækkunar golfvallarins verður notað efni sem fellur til við gatnagerð innan þéttbýlis, samtals áætlað um 20.000 m3.
Samþykkt
Afgreiða skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki efnislega athugasemd við skipulags- og matslýsingu vegna fyrirhugaðra aðalskipulagsbreytinga á aðalskipulagi Gríndavíkurbæjar 2018-2032 vegna stækkunar golfvallar/efnislosunarsvæðis.

5.Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035

2109014

Reykjanesbær kynnir vinnslutillögu Aðalskipulags Reykjanesbæjar 2020-2035 skv. 30 gr. skipulagslaga.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemdir við vinnslutillögu Aðalskipulags Reykjanesbæjar 2020-2035.

6.Njarðvíkurhöfn skipulagsbreytingar

2012014

Lagt er fyrir fundinn nýtt deiliskipulag og aðalskipulagstillögu vegna Njarðvíkurhafnar. Áform eru um að auka við athafnasvæði hafnarinnar og Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur á suðursvæði Njarðvíkurhafnar. Móta þarf svæðið að auknum umsvifum og tilheyrandi uppbyggingu aðstöðu og landmótunar. Meðal framkvæmda sem koma til með að fylgja í kjölfar skipulagsbreytinga eru bygging þurrkvíar, dýpkun hafnarinnar, brimvarnargarður, landfylling og viðlegukantur. Þá er ráðgert að þróa þjónustuklasa fyrir sjávarútveginn í tengslum við hafnarsvæðið á aðliggjandi athafnasvæði þar sem lögð verður áhersla á þjónustu við skip á norðurslóðum, íslensk sem erlend til viðhalds, breytinga og endurnýjunar.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar skipulagsbreytingar við Njarðvíkurhöfn.

7.Fjárhagsáætlun 2021-2024

2104079

Óskað er eftir að nefndin fjalli um málaflokka sína er snúna að fjárhagsáætlun 2022.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Áherslur nefndarinnar eru helst í að klára deiliskipulög á 4 svæðum og að ljúka aðalskipulagsvinnu. Einnig þarf kostnað í eftirlit vegna óleyfisframkvæmda, gáma og umhirðu.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?