2103009
Svarthamrar eignarhaldsfélag ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við eldra húsnæði ásamt endurnýjun að innan og á klæðningu að utan skv. umsókn dags. 02.03.2021 og tillöguuppdráttum Björns Skaptasonar, arkitekts, dags. 18.02.2021.
Samþykkt
Afgreiðsla Skipulagsnefndar:
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga telur mikilvægt að standa vörð um þá stefnu sem áður hefur verið mótuð á vettvangi bæjarstjórnar, um að Suðurnesjalína 2 skuli lögð í jörð. Í ljósi jarðhræringa undanfarið og hugsanlegrar náttúruvár er það mat nefndarinnar að mikilvægt sé að Suðurnesjalína 1 og 2 séu ekki báðar loftlínur hlið við hlið. Þess í stað álítur nefndin mikilvægt að Suðurnesjalína 2 verði lögð sem jarðstrengur meðfram Reykjanesbraut. Með því móti er áhætta sem kann að verða af völdum náttúruhamfara minnkuð. Þá er þessi valkostur jafnframt í samræmi við álit Skipulagsstofnunar. Skipulagsnefnd leggur því til við bæjarstjórn að staðið verði við fyrri ákvörðun, um leið og stjórnvöld eru hvött til að fallast á tillögu sveitarfélagsins um að strengurinn skuli lagður í jörð.“
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.