Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

24. fundur 16. mars 2021 kl. 17:30 - 17:50 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Oktavía Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir varamaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Umsókn um framkvæmdaleyfi Suðurnesjalína 2

2012009

Erindi Landsnets hf. dags. 11.12.2020, umsókn um framkvæmdaleyfi Suðurnesjalínu 2, ásamt fylgigögnum. Fyrir liggur umsögn lögmanns Sveitarfélagsins dags. 16.02.2021.
Samþykkt
Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingafulltrúi lýsir sig vanhæfan við umfjöllun þessa máls og víkur af fundi undir afgreiðslu þessa máls.

Afgreiðsla Skipulagsnefndar:
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga telur mikilvægt að standa vörð um þá stefnu sem áður hefur verið mótuð á vettvangi bæjarstjórnar, um að Suðurnesjalína 2 skuli lögð í jörð. Í ljósi jarðhræringa undanfarið og hugsanlegrar náttúruvár er það mat nefndarinnar að mikilvægt sé að Suðurnesjalína 1 og 2 séu ekki báðar loftlínur hlið við hlið. Þess í stað álítur nefndin mikilvægt að Suðurnesjalína 2 verði lögð sem jarðstrengur meðfram Reykjanesbraut. Með því móti er áhætta sem kann að verða af völdum náttúruhamfara minnkuð. Þá er þessi valkostur jafnframt í samræmi við álit Skipulagsstofnunar. Skipulagsnefnd leggur því til við bæjarstjórn að staðið verði við fyrri ákvörðun, um leið og stjórnvöld eru hvött til að fallast á tillögu sveitarfélagsins um að strengurinn skuli lagður í jörð.“

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Vogagerði 24 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2103009

Svarthamrar eignarhaldsfélag ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við eldra húsnæði ásamt endurnýjun að innan og á klæðningu að utan skv. umsókn dags. 02.03.2021 og tillöguuppdráttum Björns Skaptasonar, arkitekts, dags. 18.02.2021.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Umsóknin samræmist aðalskipulagi en deiliskipulag liggur ekki fyrir og er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Samþykkt að grenndarkynna erindið í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd. Erindið skal kynna íbúum og eigendum Vogagerðis 22, 25, 26, 27, Akurgerðis 7, 9, 11, 13 og Ægisgötu 33.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Getum við bætt efni síðunnar?