Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

16. fundur 18. ágúst 2020 kl. 17:30 - 18:50 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson varamaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Fundinn sat einnig Þórhallur Garðarsson, staðgengill skipulags- og byggingafulltrúa.

1.Skyggnisholt 12-14. Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi

1912006

Grenndarkynningu er lokið. Umfjöllun nefndarinnar um þær athugasemdir sem borist hafa.
Samþykkt
Deiliskipulagstillagan snýr að því að fjölga íbúðum um 2 í hvoru húsi, heildarfjöldi íbúða verður 16 í stað 12. Þá hefur breytingin einnig í för með sér breytta staðsetningu húsanna á byggingarreitnum. Tillagan hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ein athugasemd hefur borist eftir grenndarkynningu.

Afgreiðsla Skipulagsnefndar:

Mat nefndarinnar er að breytingin teljist vera minniháttar. Tillagan er samþykkt. Málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Miðsvæði - breyting á deiliskipulagi

2007020

Tillaga að breyttu deiliskipulagi á miðbæjarsvæði
Samþykkt
Lögð er fram tillaga að breytingu deiliskipulags á miðbæjarsvæði. Tillagan gerir ráð fyrir að svæði á núgildandi deiliskipulagi merkt "Þjónustustarfsemi" verði breytt í íbúðasvæði. Gert verður ráð fyrir 2 fjölbýlishúsum á svæðinu, öðru með 8 íbúðum og hinu með 6 íbúðum. Að auki verður einnig gert ráð fyrir einni einbýlishúsalóð.

Afgreiðsla Skipulagsnefndar:
Skipulagsnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

3.Jónsvör 1

2006005

Lóðarhafi Jónsvarar 1 spyrst fyrir um hvort leyft verði að byggja hús á lóðinni með einhalla þaki. Í skipulagsskilmálum er gert ráð fyrir tvíhalla þaki.
Samþykkt
Afgreiðsla Skipulagsnefndar:

Skipulagsnefnd samþykkir frávik frá gildandi skipulagsskilmálum og heimild um einhalla þak á lóðinni, sbr. gögn sem lögð eru fram í málinu.

Samþykkt samhljóða.

4.Austurkot 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2007018

Fylkir ehf. spyrst fyrir um hvort heimild fáist til að breyta Austurkoti 1 úr einbýlishúsi í fjölbýlishús með 3 íbúðum.
Lagt fram
Afgreiðsla Skipulagsnefndar:

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið. Nefndin samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt í samræmi við ákvæði 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, og að aðaluppdrættir uppfylli ákvæði byggingareglugerðar.

5.Fyrirspurn um byggingarmál

2008013

Eigendur Tjarnargötu 20 leggja fram fyrirspurn um hvort leyft verði að byggja annan bílskúr á lóðinni.
Lagt fram
Afgreiðsla Skipulagsnefndar:

Deiliskipulag er ekki í gildi á svæðinu. Áður en afstaða er tekin til fyrirspurnarinnar þarf að grenndarkynna tillöguna, með uppdráttum af fyrirhuguðm framkvæmdum, og að fengnu samþykki nefndarinnar.

6.Hafnargata 24 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2007026

Sótt er um byggingaleyfi fyrir bílskúr á Hafnargötu 24. Á eldri uppdráttum er gert ráð fyrir þessum bílskúr, en þar sem svæðið er ekki deiliskipulagt þarf Skipulagsnefnd að heimila umrædda framkvæmd.
Samþykkt
Fyrir liggur samþykki nágranna fyrir framkvæmdinni.

Afgreiðsla Skipulagsnefndar:

Byggingarleyfið er samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:50.

Getum við bætt efni síðunnar?