Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

11. fundur 14. apríl 2020 kl. 17:30 - 18:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Baldvin Hróar Jónsson aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags-og byggingarfulltrúi.
Dagskrá
Gísli Stefánsson boðaði forföll.

1.Stapavegur 1. Breyting á deiliskipulagi.

2002028

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðar Stofnfisks við Vogavík, uppdráttur og greinargerð dags. 14.04.2020. Í breytingunni felst að byggingarreitur D færist frá því að vera í norðaustur horninu á lóðinni í suðvestur hornið), ásamt að bílastæði færast til og þeim fækkar. Áður var gert ráð fyrir skrifstofu- og rannsóknabyggingu (eða öðrum byggingum sem þjóna starfsemi svæðisins) en eftir breytingu er gert ráð fyrir seiða- og skrifstofubyggingu (eða öðrum byggingum sem þjóna starfsemi svæðisins. Byggingarmagn reitsins er aukið í 5.000 m² úr 2.000 m² og hámarkshæð seiða- og skrifstofubyggingar verður 10,0 m. Byggingarreitur A (kerskýli, eldishús, eldisker og önnur mannvirki tengd fiskeldi og fiskvinnslu) minnkar vegna færslu byggingarreits D og bílastæða ásamt nýju aðkomusvæði. Byggingarreitur B (kerskýli, eldishús, eldisker og önnur mannvirki tengd fiskeldi og fiskvinnslu) stækkar yfir það svæði þar sem byggingarreitur D var fyrir breytingu. Bætt er við upplýsingum um þær byggingar sem byggðar hafa verið frá því deiliskipulagið öðlaðist gildi.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Tillagan er samþykkt og lagt til við bæjarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Þórustaðir. Fyrirspurn um að setja niður hús.

2002044

Erindi skv. tölvupósti dags. 18.02.2020. Brynjar Örn Gunnarsson og Þórunn Brynja Júlíusdóttir
Þórustöðum, Vatnsleysuströnd óska eftir að fá að setja niður hús í stað sjóhúss sem fauk í óveðri 14. febrúar sl.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og heimilar að umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málsmeðferð umsóknar um byggingarleyfi verði í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

3.Hvassahraun 8. Fyrirspurn um frávik frá deiliskipulagi

2002045

Erindi skv. tölvupósti dags. 19.02.2020. Hörður Sigurðsson lóðarhafi Hvassahrauni 8. hefur sótt um byggingarleyfi fyrir geymslu og bátaskýli í tveimur stökum húsum sem eru 22,5 m² að stærð hvort. Samtals eru geymsla og bátaskýli 45 m² að stærð. Spurt er hvort mögulegt sé að veita undanþágu til að víkja frá stærðarákvæðum skipulagsskilmála fyrir geymsluna, þannig að hún sé 22,5 m² að stærð, eða 2,5 m² stærri en skilmálar segja. og samtals því 45 m². Skipulagsskilmálar heimila að byggð sé geymsla allt að 20 m² og bátaskýli, allt að 30 m², heimilt er að húsin séu sambyggð að hámarki 50 m². Frávikið er að geymslan yrði 2,5 m² stærri en skilmálar segja.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Skipulagsnefnd telur að um óverulegt frávik sé að ræða skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hagsmunir nágranna skerðist í engu og heimilar því frávikið. Málsmeðferð umsóknar um byggingarleyfi verði í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

4.Aðalskipulag Grindavíkur 2018-2032

2002043

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032. Ósk um umsögn frá Grindavíkurbæ skv. bréfi dags. 21.02.2020.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjórn afgreiddi erindið á fundi sínum 25.03.2020.

5.Kæra nr. 19_2019 vegna deiliskipulags Grænuborgarsvæðis

1903020

Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála dags. 20.03.2020. Niðurstaða nefndarinnar er að hafna kröfu um ógildinu ákvörðunar bæjarastjórnar Sveitarfélagsins Voga frá 11. desember 2018 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Grænuborgar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Lagt fram til kynningar.


Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?