Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

161. fundur 30. október 2019 kl. 18:00 - 20:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Bergur Álfþórsson aðalmaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir varamaður
  • Friðrik V. Árnason varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Sigurpáll Árnason aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Starfsmenn
  • Einar Kristjánsson ritari
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Kristjánsson bæjarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar ávarpaði forseti bæjarstjórnar Berg B. Álfþórsson bæjarfulltrúa, sem nú situr sinn 100. bæjarsjtórnarfund. Bergi var af þessu tilefni afhent bókagjöf frá bæjarstjórn.

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 286

1909006F

Fundargerð 286. fundar bæjarráðs er lögð fram á 161. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi með sér. Forseti gefur orðið laust um fundargerðina. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram í bókun undir viðkomandi máli.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 287

1910003F

Fundargerð 287. fundar bæjarráðs er lögð fram á 161. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Forseti gefur orðið laust um fundargerðina. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram í bókun undir viðkomandi máli.

3.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 288

1910005F

Fundargerð 288. fundar bæjarráðs er lögð fram á 161. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Forseti gefur orðið laust um fundargerðina. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram í bókun undir viðkomandi máli.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 288 Afgreiðsla bæjarráðs: Minnisblað lagt fram og bæjarráð er sammála niðurstöðum minnisblaðsins. Bókun fundar Til máls tóku: JHH, IG, IRH
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 288 Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir að taka áfram þátt í verkefninu og kostnaðarþátttöku Sveitarfélagsins Voga. Bókun fundar Til máls tók: JHH
  • 3.3 1902059 Framkvæmdir 2019
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 288 Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram. Bókun fundar Til máls tóku: BS, ÁE
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 288 Afgreiðsla bæjarráðs: Umræða um mögulegar framkvæmdir.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 288 Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 288 Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerð 415. fundar Hafnarsambands Íslands lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 288 Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerð 874. fundar Sambandsins lögð fram.

4.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 81

1909004F

Fundargerð 81. fundar Frístunda- og mennningarnefndar er lögð fram á 161. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Forseti gefur orðið laust um fundargerðina. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu frístunda- og menningarnefndar á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram í bókun undir viðkomandi máli.

Til máls tóku: SÁ, IG, ÁE, FUA
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 81 Petra Ruth Rúnarsdóttir formaður ungmennafélagsins Þróttar og Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri félagsins komu á fundinn og kynntu vetrarstarf félagsins.
    Starfið í vetur verður bæði með hefðbundnu sniði en þó bryddað upp á ýmsum nýjungum, t.d. íþróttaskóla barna, unglingahreysti og brussubolta.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 81 Matthías Freyr Matthíasson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti málið.
    Skrifað var undir samning um heilsueflandi við landlækni 14. ágúst. Skipa þarf starfshóp um verkefnið og frístunda- og menningarnefnd óskar eftir því við bæjarráð að það hlutist til um það sem fyrst í samstarfi við íþrótta- og tómstundafulltrúa.
    Bókun fundar Til máls tóku: JHH, IRH, BBÁ, SÁ
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 81 Daníel Arason menningarfulltrúi kynnti félagsstarf eldri borgara fram að áramótum. Hægt er að sjá fréttabréf félagsins á vef sveitarfélagsins. Bókun fundar Til máls tók: JHH
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 81 Matthías Freyr Matthíasson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir starfsemina.
    Starfsemin hófst 2. september. Haldið var ungmennaþing þar sem fram komu margar góðar hugmyndir sem munu nýtast í vetur. Góð þátttaka er meðal ungmenna í starfinu og mikil gróska í því. Dagskrá hvers mánaðar má sjá á Facebook síðu félagsmiðstöðvarinnar.
  • 4.5 1909030 Vinnuskóli 2019
    Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 81 Matthías Freyr Matthíasson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti sumarstarf vinnuskólans. Verkefni skólans voru hefðbundin. 32 ungmenni voru skráð í vinnuskólann sem er fjölgun um 2 frá því í fyrra.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 81 Matthías Freyr Matthíasson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti heilsu- og forvarnarviku á Suðurnesjum.
    Meðal þess sem sveitarfélagið leggur af mörkum er til dæmis það að það verður frítt í sund, kynfræðingur kemur og ræðir við unglinga, ungmennafélagið Þróttur býður ókeypis á ýmsar æfingar.
    Bókun fundar Til máls tók: JHH
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 81 Matthías Freyr Matthíasson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Daníel Arason menningarfulltrúi kynntu stöðuna í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2020 og helstu áherslur í þeirri vinnu.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 81 Frístunda- og menningarnefnd leggur til að menningarfulltrúi kanni áhuga félagasamtaka í sveitarfélaginu að taka þátt í degi félagasamtaka þar sem félögin myndu kynna starfsemi sína. Bókun fundar Til máls tóku: JHH, ÁE,

5.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 86

1910004F

Fundargerð 86. fundar Fræðslunefndar er lögð fram á 161. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Forseti gefur orðið laust um fundargerðina. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslunefndar á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram í bókun undir viðkomandi máli.

Til máls tóku: SÁ, IG, JHH, ÁE
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 86 Samkvæmt áliti Sambands íslenskra sveitarfélaga er ekki mælt með því að börnum verði veitt tvöföld skólavist. Fræðslunefnd og skólastjórar fagna því að fá leiðbeiningar til að fara eftir.
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 86 Skólastjórar vilja hafa skólana opna að vissu marki. Þeir munu ræða þessi mál á starfsmannafundum og auka vitund starfsmanna á þessum málum í tengslum við skoðun á aðgangsmálum sveitarfélagsins í heild.
    Nefndin hvetur stjórnendur leikskólans til að skoða hvaða möguleikar eru á að koma upp eftirlitsmyndavélakerfi í leikskólanum.
    Bókun fundar Til máls tók: JHH
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 86 Fræðslunefnd og skólastjóri eru mjög jákvæð fyrir því að framhalds- og háskólanemum í sveitarfélaginu verði gert kleift að nota bókasafnið til að læra í en leggur áherslu á að fyllsta öryggis sé gætt hvað varðar stjórnun og eftirlit með þvi. Nefndin telur að það verði einungis gert með einhvers konar rafrænu aðgangsstýringakerfi. Bókun fundar Til máls tók: SÁ, IG, JHH
  • Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 86 Fræðslunefnd samþykkir áætlunina.

6.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 7

1910006F

Fundargerð 7. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram á 161. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Forseti gefur orðið laust um fundargerðina. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað komi fram í bókun undir viðkomandi máli.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 7 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
    Tillagan hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við tillöguna. Tillagan er samþykkt. Málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 7 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
    Samþykkt að tillögurnar verði kynntar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Kosningar í nefndir og ráð 2018-2022

1806006

E-listinn gerir tillögu að eftirfarandi breytingum á aðal- og varamönnum í frístunda- og menningarnefnd:

Frístunda- og menninganefnd
Sindri Jens Freysson Formaður
Bjarki Wium
Guðrún Ragnarsdóttir
Elísabet Ásta Eyþórsdóttir

Varamenn
Þorvaldur Örn Árnason
Birgir Örn Ólafsson
Bergur Brynjar Álfþórsson
Friðrik Valdimar Árnason

Tillögurnar voru samþykktar.

E-listinn gerir tillögu að eftirfarandi breytingum á aðal- og varamönnum í skipulagsnefnd:

Skipulagsnefnd
Áshildur Linnet, formaður
Friðrik V. Árnason varaform.
Baldvin Hróar Jónsson
Ingþór Guðmundsson

Varamenn
Guðmundur Kristinn Sveinsson
Sindri Jens Freysson
Bergur Brynjar Álfþórsson
Birgir Örn Ólafsson

Tillögurnar voru samþykktar.

8.Fjárhagsáætlun 2020 - 2023

1907014

Fyrri umræða.
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra, dagsett 28.10.2019, ásamt drögum að fjárhagsáætlun.
Afgreiðsla bæjarstjórnar: Bæjarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu í bæjarstjórn.


Til máls tóku: BS, BBA, JHH, IG, ÁE

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni síðunnar?