Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

55. fundur 18. febrúar 2014 kl. 17:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Viðar Guðbjörnsson formaður
  • Oddur Ragnar Þórðarson varaformaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Þorvaldur Örn Árnason aðalmaður
  • Sigurður Árni Leifsson aðalmaður
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi embættismaður
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Íþróttasvæði og Aragerði deiliskipulagsbreyting 2014

1402025

Deiliskipulag íþróttasvæðis og Aragerðis. Tillaga að breyttu deiliskipulagi skv. uppdrætti Landslags, breytingardags. 10.02.2014.
Breytingin er eftirfarandi.
Norðan og vestan megin við fótboltavöll eru settir inn byggingarreitir fyrir áhorfendastúkur án skyggnis eða þaks. Heimilt er að byggja allt að 2,0 m háan skjólvegg ofan á manartoppi aftan við stúkurnar. Hámarksstærðir: að norðanverðu: 50 x 9.2 m eða 460 m² að vestanverðu: 50 x 8.3m eða 415 m². Lóð nr. 19 er færð um 3 m til suðurstil samræmis við lóðarblað.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði kynnt og auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Iðndalur deiliskipulagsbreyting 2014

1402024

Deiliskipulag Iðndals. Tillaga að breyttu deiliskipulagi skv. uppdrætti Landslags, breytingardags. 11.02.2014.
Breyting felst í að innan lóðar Iðndals 2 er tekin út 108 m² lóð fyrir dreifistöð rafveitu, sem er til staðar og hefur ekki verið mörkuð sérstök lóð fram að þessu, og minnkar lóð fyrir Iðndal 2 sem því nemur. Markaður er 30 m2 byggingarreitur á lóðinni og sett fram kennisnið sem heimilar allt að 2,3 m háa dreifistöð, komi til endurnýjunar. Einnig er sett inn kvöð um legu lagna og göngustígs fyrir almenning.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði kynnt og auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Umhverfismál Sveitarfélagsins Voga

1307007

Hreinlæti á lóðum og opnum svæðum.
Lögð fram samantekt forstöðumanns umhverfis og eigna sveitarfélagsins yfir lóðir þar sem safnast hafa upp númeralausir bílar, gámar og aðrir hlutir og umgengni og hreinlæti er ábótavant.

Umhverfis- og skipulagsnefnd beinir því eindregið til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja að gripið verði til viðeigandi aðgerða í samræmi við reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002 og knúið á um úrbætur þar sem þess er þörf og beitt til þess þeim þvingunarúrræðum sem eru heimilar.

Jafnframt er það brýnt að sveitarfélagið sjálft beiti sér í sömu málefnum skv. ákvæðum byggingarreglugerðar nr. 112/2010 sem við eiga.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?