Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

90. fundur 20. júní 2017 kl. 17:30 - 18:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Hólmgrímur Rósenbergsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson 1. varamaður
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi embættismaður
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aragerði 4 - deiliskipulag íbúðabyggðar

1605031

Deiliskipulagstillaga fyrir lóðina Aragerði 4, dags. 12.05.2017. Tillagan hefur verið kynnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir komu fram við kynninguna.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að tillaga að deiliskipulagi verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Iðnaðarsvæði við Vogabraut - Deiliskipulagsbreyting

1701032

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna sameiningar lóðanna 2, 2a og 4 í eina lóð, Heiðarholt 2. Dags. 15.03.2017. Athugasemdir við tillöguna bárust frá einum aðila. Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna deiliskipulagsbreytingarinnar, dags. 19.06.2017.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Eftirfarandi eru athugasemdir Harðar Einarssonar f.h. stjórnar Reykjaprents ehf. sem bárust við tillöguna og umfjöllun umhverfis- og skipulagsnefndar um þær:

1. Athugasemd: Ekki gerð grein fyrir þeirri þörf, sem liggur að baki þeim skipulagsráðstöfunum, sem í tillögunni felast. Hvaða þörf er á sameiningu umræddra lóða? Hversvegna er hætt við eldsneytisstöð fyrir bíla?
Svar: Eftirspurn er eftir lóð að þeirri stærð sem sameinaðar lóðir ná yfir. Ekki hefur verið eftirspurn eftir minni lóðum og lóð fyrir eldsneytisstöð.

2. Athugasemd: Við gerð tillögunnar hefur ekkert samráð verið haft við eigendur aðliggjandi eigna eða aðra nágranna, þ.m.t. eigendur að öðrum lóðum á iðnaðarsvæðinu eða eigendur Heiðarlands Vogajarða sem umlykur svæðið.
Svar: Um er að ræða breytingu á gildandi skipulagi þar sem ekki er gert ráð fyrir grundvallarbreytingum. Lóð fyrir eldsneytisstöð er felld út og sameinuð tveimur öðrum lóðum og munu gilda sömu byggingarskilmálar fyrir sameinaða lóð og var fyrir þær. Málsmeðferð breytingar á deiliskipulagi var í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var tillagan auglýst frá 6. apríl 2017 til og með 18. maí 2017. Minnt er á að sveitarfélagið er einn af stærstu einstöku eigendum Heiðarlands Vogajarða.

3. Athugasemd: Ekki er kunnugt um að Skipulagsstofnun hafi tekið neina ákvörðun um að umhverfismats sé ekki þörf. Til að svo væri þyrfti stofnunin að hafa frekari upplýsingar en koma fram í tillögunni, t.d. um hvaða starfsemi að fara fram á lóðinni. Staðhæft að farið sé með rangt mál í tillögunni og hún því byggð á röngum forsendum.
Svar: Um misritun texta er að ræða sem verður leiðrétt. Starfsemi skv. byggingarskilmálum fellur ekki undir ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum.

4. Athugasemd: Þar sem ekkert er upplýst um tilganginn með deiliskipulagsbreytingunni, verður ekki hjá því komist, að menn geti sér eitthvað um tilganginn. Getið er þess til að lóðin sé ætluð Ísaga ehf. Að leynd sé haldið yfir hvaða starfsemi er áformuð á svæðinu. Hversvegna þessi leynd og hvað tilgangi hún þjónar? Til að komast framhjá umhverfismati? Eða býr fleira að baki? Er ekki vitað um áformaða starfsemi? Býr eitthvað annað að baki þögn um það?
Svar: Lóðinni hefur ekki verið úthlutað. Eftirspurn er eftir lóð fyrir starfsemi sem samræmast byggingarskilmálum breytingartillögunnar, en á stærri lóð en nú er. Sú starfsemi sem mun fara fram á lóðinni þarf að uppfylla kröfur skipulagsskilmála sem fellur ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum. Getgátum um tilgang og leynd breytingarinnar er látið ósvarað.

5. Athugasemd: Miðað við þau umsvif, sem Ísaga virðist vera ætluð á iðnaðarsvæðinu, verður það að teljast skiljanlegt, að ekki ekki verði áfram gert ráð fyrir fyrir bílaeldsneytistöð. Ekki sé bætandi á þá stórslysahættu sem fylgir starfsemi Ísaga. Hefði ekki verið ráð að ætla hleðslustöð fyrir rafbíla þarna stað?
Svar: Ekki hefur verið eftirspurn eftir lóð fyrir eldsneytisstöð og því ekki talin þörf fyrir hana og ekki heldur fyrir hleðslustöð fyrir rafbíla. Breytingin hefur ekkert að gera með mögulega hætttu af stórslysi vegna starfsemi Ísaga. Í undirbúningi er að að setja upp hleðslustöð fyrir rafbíla við íþrótttamiðstöð.

6. Athugasemd: Ekkert mat hefur verið gert á tillögunni samkvæmt 12. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. einkum 5. mgr. greinarinnar. Ekki verið sýnt fram á að þesskonar mat sé óþarft. Talið að það sé þvert á móti, að þörf sé fyrir umhverfismat, enda bendi flest til að breytingin sé aðeins hluti af leyfisveitingu fyrir matskylda starfsemi, sem sé bútuð niður í minni einingar í viðleitni til að komast hjá umhverfismati.. Tillagan uppfyllir því meðal annars ekki þær gæðakröfur sem gerðar eru til deiliskipulagstillagna og breytinga á þeim.
Svar: Starfssemi skv. byggingarskilmálum fellur ekki undir ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum. Því er talið að umfjöllun um umhverfisáhrif sé nægjanleg og uppfylli settar kröfur.

7. Athugasemd: Um er að ræða fimmtu breytinguna á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Vogabraut frá því að það var upphaflega samþykkt í sveitarstjórn 13. júní 2001. Síðasta breyting var samþykkt í bæjarstjórn 24. maí 2016 og og tók gildi með auglýsingu í B-deild stjóranrtíðinda 15. júní 2016. Tilgangur breytingarinnar var rýmkun heimilda vegna fyrirhugaðrar byggingar súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju Ísaga. Nú virðist standa til að gera sértækar breytingar í þágu sama fyrirtækis. Svo tíðar breytingar í þágu einstakra aðila samræmist illa marmiði skipulagslaga að að tryggja fyrirsjáanleika og festu við skipulagsgerð. Bent er á að í skipulagsgerð felst bindandi ákvörðun sveitarstjórnar um landnotkun og yfirbragð skipulagssvæða sem ætlað er að gilda til framtíðar. Hagsmunaaðilar verða að geta treyst því að festa sé í framkvæmd skipulags og að því verði ekki lamennt ekki breytt nem atil þess ríki málefnalegar ástæður. Í því samhengi er er nefnt að úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur ítrekað bent á mikilvægi þess að sveitafélög ráðist ekki í breytingar á skipulagsáætlunum nem aveigamiklar mæli með slíkum breytingum. Tilgreindir eru tveir úrskurðir nefndarinnar í slíkum málum, nr. 31/2007 og nr. 66/2012. Tilvitnun er í síðari úrskurðinn þar sem segir:
„Í skipulagðri byggð verða borgarar að geta treyst því að ekki sé ráðist í breytingar á skipulagi nema að nauðsyn beri til. Verður því að gjalda varhug við því, m.a. með tilliti til fordæmisgildis, að raðist sé í breytingar á deiliskipulagi eftir óskum einstakra lóðarhafa, enda getur það raskað hagsmunum annarra lóðarhafa og dregið úr þeirri festu er deiliskipulagi er ætlað að skapa. Eiga þessi sjónarmið við þótt breyting á skipulagi hafi ekki veruleg grenndaráhrif.“
Svar: Breytingin er gerð vegna eftirspurnar eftir stórri lóð eins og áður hefur komið fram og er verið að koma á móts við þá þörf. Ekki er verið að gera breytingar í þágu starfsemi Ísaga. Heimilt er skv. skipulagslögum að gerðar séu breytingar á skipulagi og er farið með breytinguna í samræmi við lögin. Breytingin felur í sér að lóð og skilmálar hennar verða í samræmi við upphaflegt skipulag og má því segja að um afturhvarf sé til þess skipulags að ræða.

8. Athugasemd: Með vísan til þess, sem rakið hefur verið, krefst undirritaður aðili þess, að ferli til breytinga á deiliskipulagi fyrir iðmnaðarsvæði við Vogabraut verði stöðvað þegar í stað. Áskilinn er réttur til frekari athugasemda.
Svar: Ekki er talin ástæða til að stöðva deiliskipulagsferlið vegna framkominna athugasemda.


Umhverfis- og skipulagsnefndar samþykkir tillögu að breytingu á aðalskipulagi og að málsmeðferð hennar verði í samræmi við 2. mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem um óverulega breytingu sé að ræða. Jafnframt er samþykkt að tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst að nýju að undangenginni breytingu á aðalskipulagi.

3.Beiðni um skiptingu lóðar/lands. Stóra Knarrarnes II

1705031

Tölvupóstur Ástu Sólveigar Andrésdóttur hjá Direkta lögfræðiþjónustu dags. 24.05.2017. Landskipti og stofnun lögbýlis.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Landskiptin eru samþykkt. Sveitarfélagið setur sig ekki á móti stofnun lögbýlis samræmist það ákvæðum jarðalaga nr. 81/2004.

4.Umhverfisviðurkenningar 2017

1706013

Ákvörðuna um dagsetningu garðaskoðunar.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Ákveðið að garðaskoðun fari fram 4. júlí. Tilkynning um það verður sett á hemasíðu sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?