Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Voga

7. fundur 30. júlí 2002 kl. 18:00 - 19:15 Iðndal 2

7. fundur ársins 2002 í skipulags- og byggingarnefnd Vatnsleysustrandarhrepps haldinn
þriðjuudaginn 30. júlí kl.: 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir eru : Þórður Guðmundsson, formaður, Jón Ingi Baldvinsson, Gísli Stefánsson, Gunnar
Helgason, Hörður Harðarson og Sigurður H. Valtýsson, byggingarfulltrúi sem jafnframt ritar
fundargerð.

1. mál Valgerður Stefánsdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu að Bergsstöðum,
Vatnsleysuströnd skv. aðaluppdráttum Rafns Kristjánssonar dags. 05.2002 og umsókn dags.
31.05.2002.
Þar sem ekki liggur fyrir staðfest deiliskipulag ætti að fara fram grenndarkynning í
samræmi við 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997 áður en umsóknin er afgreidd.
Umsóknin yrði kynnt fyrir eigendum Bergskots.
Fyrir liggur samþykki þeirra með áritun á uppdrátt og er því fallið frá
grenndarkynningu.
Samþykkt, samræmist lögum nr. 73/1997.
Áskilið er samþykki eldvarnareftirlits.

2. mál Þórunn B. Jónsdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir smáhýsi að Höfðalandi 3,
Vatnsleysuströnd skv. umsókn mótt. 23.07.2002.
Um er að ræða smáhýsi af staðlaðri gerð frá Húsasmiðjunni 14,9 m² að grunnfleti skv.
meðfylgjandi upplýsingum. Staðsetning skv. meðfylgjandi afstöðumynd.
Frestað. Byggingarfulltrúa falið að afla upplýsinga hvernig farið er með slík smáhýsi í öðrum
sveitarfélögum áður en umsóknin er afgreidd.

3. mál Þórunn B. Jónsdóttir, f.h. Ástu Þórarinsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir smáhýsi í
landi Bergskots, Vatnsleysuströnd skv. umsókn mótt. 23.07.2002.
Um er að ræða smáhýsi af staðlaðri gerð frá Húsasmiðjunni 9,9 m² að grunnfleti skv.
meðfylgjandi upplýsingum.
Staðsetning yrði í grennd við gróðurræktun sem fer fram á landinu.
Frestað. Byggingarfulltrúa falið að afla upplýsinga hvernig farið er með slík smáhýsi í öðrum
sveitarfélögum áður en umsóknin er afgreidd.

4. mál Erlingur Erlingsson f.h. Sænskra húsa ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum
að Fagradal 5, Vogum skv. aðaluppdráttum Teiknistofunnar Smiðjuvegi 11, dags. 25.07.2002
og umsókn dags. 26.07.2002.
Breytingin er að þaki bílgeymslu er breytt í risþak..
Samþykkt, samræmist lögum nr 73/1997.

5. mál. Árni Þór Hilmarsson er með fyrirspurn dags. 11.07.2002 um byggingu einbýlishúss að
Mýrargötu 2, Vogum, skv. fyrirspurnaruppdrætti Teiknistofu Leifs Stefánssonar, ódagssettum.
Tekið er jákvætt í erindið.

6. mál Jóhanna Reynisdóttir, f.h. Vatnsleysustrandarhrepps sækir um framlengingu
stöðuleyfis fyrir þremur færanlegum kennslustofum víð Stóru - Vogaskóla, skv. umsókn dags.
30.07.2002.
Samþykkt er að veita stöðuleyfi til eins árs. Samræmist lögum nr. 73/1997.

7. mál Kynning á fyrirhuguðum parhúsabyggingum Búmanna við Hvammsgötu skv.
uppdráttum Jóns Guðmundssonar, arkitekts.
Skv. gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 14 íbúðum í 4 raðhúsum á svæðinu. Skv.
breytingartillögunni er gert ráð fyrir 10 íbúðum í 5 parhúsum, auk þess sem lóðarmörk breytast
innan svæðisins sem og byggingarreitir.
Breyta þarf gildandi deiliskipulagi og leggja tillögu að því fyrir skipulags- og byggingarnefnd
til afgreiðslu.
Athuga þarf hvort mögulegt er að koma skólplögn sem liggur yfir svæðið og lendir undir húsi
nr 6 fyrir á annan hátt áður en breytingin er samþykkt. Ákveða þarf hvernig farið verði með
kostnað af því og hugsanlegum öðrum breytingum vegna heimæða skólps og veitna.
Nefndin fellst á að deiliskipulaginu verði breytt sé hægt að breyta fyrrnefndri skólplögn og
vísar frekari ákvörðun til hreppsnefndar. Tekið er jákvætt í byggingu fyrirhugaðra parhúsa.
8. mál Halldór Ármansson, f.h. Bentínu Jónsdóttur sækir um leyfi til að setja upp
myndbandaleigu í bílgeymslu heimilis síns að Aragerði 16, skv. umsókn dags. 30.07.2002 og
meðfylgjandi rissi.
Þar sem ekki liggur fyrir staðfest deiliskipulag hverfisins skal fara fram
grenndarkynnig í samræmi við 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997 áður en umsóknin er
afgreidd.

Kynna skal umsóknina fyrir lóðarhöfum Aragerðis 7, 9, 11, 12, 13, 14, 15, 17, 18, 20
og Ægisgötu 33.
Bent er á að til að fá leyfi til að starfrækja sælgætis- og matvælasölu þarf starfsleyfi
heilbrigðisnefndar.

9. mál Guðmundur Sigurðsson sækir um leyfi til að starfrækja rafverkstæði í bílageymslu
heimilis síns að Aragerði 13, skv. umsókn dags. 30.07.2002.
Þar sem ekki liggur fyrir staðfest deiliskipulag hverfisins skal fara fram
grenndarkynnig í samræmi við 7. mgr. 43. gr. laga nr. 73/1997 áður en umsóknin er
afgreidd.
Kynna skal umsóknina fyrir lóðarhöfum Aragerðis 7, 9, 11, 12, 14, 15, 16, 17, 18, 20
og Ægisgötu 33.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19 15.

Getum við bætt efni síðunnar?