Hreppsnefnd

10. fundur 11. júní 2002 kl. 18:00 - 18:40 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, þriðjudaginn 11. júní 2002,
kl. 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Kristinn Guðbjartsson, Eiður Örn
Hrafnsson, Halldóra Baldursdóttir og Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri sem
jafnframt ritar fundargerð.

DAGSKRÁ

1. Kjör oddvita og varaoddvita.
a) Stungið var upp á Jóni Gunnarssyni og Birgir Þórarinssyni sem oddvita.
Jón Gunnarsson er kjörinn oddviti með þremur akvæðum og tveir sátu hjá.
b) Stungið er upp á Birgi Þórarinssyni sem varaoddvita og er hann
sjálfkjörinn.
2. Kynning á samþykkt um stjórn og fundarsköpum
Vatnsleysustrandarhrepps.
Oddviti fór yfir samþykktina og hvatti fundarmenn að kynna sér efni hennar.
3. Ráðning sveitarstjóra.
Jón Gunnarsson gerði tillögu um að endurráða Jóhönnu Reynisdóttur sem
sveitarstjóra. Honum er falið að gera ráðningasamning við Jóhönnu með
fyrirvara um samþykki hreppsnefndar. Halldóra óskaði eftir upplýsingum um
fyrri ráðningakjör sveitarstjóra. Sveitarstjóra er falið að senda
fundarmönnum afrit af ráðningarsamningi frá síðasta kjörtímabili.
4. Kynning á nefndarskipan.
Oddviti fór yfir nefndarskipan frá fyrra kjörtímabili. Nefndaskipan er frestað til
24. júní 2002.
5. Fundargerð byggingar- og skipulagsnefndar dags. 30/05 2002.
Fundargerðin er samþykkt. Varðandi 1. mál um deiliskipulag í Hvassahrauni
þá er sveitarstjóra falið að óska eftir leyfi Skipulags-stofnunar til að auglýsa
deiliskipulagið.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18 40

Getum við bætt efni síðunnar?