Hreppsnefnd

3. fundur 11. febrúar 2003 kl. 18:00 - 20:00 Iðndal 2

Fundur haldinn í hreppsnefnd, þriðjudaginn 11. febrúar 2003,
kl. 18 00 að Iðndal 2, Vogum.
Mættir: Jón Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Kristinn Þór Guðbjartsson, Kjartan
Hilmisson, Halldóra Baldursdóttir og Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri sem
jafnframt ritar fundargerð.

DAGSKRÁ

1. Fundargerð Skipulags-og bygginganefndar Vatnsleysu-
strandarhrepps dags. 28/1 2003.
Fundargerðin er samþykkt.
2. Fundargerð Fræðslunefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 13/1 og
3/2 2003.
Fundargerðirnar eru samþykktar. Sveitarstjóra er falið að koma áleiðis
svörum við spurningum og ábendingum sem fram koma í fundargerðum.
Fræðslunefnd er einnig bent á að hægt er að óska eftir því að sveitarstjóri
sæki fund nefndarinnar ef svara þarf spurningum um rekstrartengd málefni.
3. Fundargerð Félagsmálanefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 5/2
2003.
Fundargerðin er samþykkt.
4. Fundargerð Umhverfisnefndar Vatnsleysustrandarhrepps dags. 5/2
2003.
Fundargerðin er samþykkt.
5. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags.
30/1 2003.
Fundargerðin er samþykkt.
6. Fundargerð stjórnar Brunavarna Suðurnesja dags. 17/12 2002.
Fundargerðin er samþykkt.
7. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum dags. 16/1 2003.
Fundargerðin er lögð fram.
8. Fundargerð stjórnar Dvalarheimils aldraðra á Suðurnesja dags. 16/1
2003.
Fyrstu 3 liðir fundargerðarinnar samþykktir, en 4. liður fundargerðarinnar
fjallar um ráðstöfun á fjármunum sem heyra undir SSS en ekki stjórn DS og

2

hlýtur þar að vera um misskilning stjórnarinnar að ræða. Fjárveiting SSS til
málsins tekur bæði til starfssvæðis DS og einnig til Grindavíkur.
9. Fundargerð Skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja dags. 14/1 2003.
Fundargerðin er lögð fram.
10. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurnesja dags. 13/12 2002.
Fundargerðin er lögð fram.
11. Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga dags. 22/1 2003.
Fundargerðin er lögð fram.
12. Bréf varðandi drög að samningi um viðbyggingu Fjölbrautarskóla
Suðurnesja dags. 31/1 2003.
Samkvæmt drögunum er byggingakostnaðurinn áætlaður kr. 546.039.367
og greiðir ríkissjóður kr. 346.150.693 og sveitarfélögin kr.199.888.67. Hlutur
Vatnsleysustrandarhrepps er kr. 10.050.001.
Hreppsnefnd fagnar því að samningurinn sé í höfn, samþykkir hann
samhljóða og felur oddvita að undirrita hann.
13. Bréf frá Félagsmálanefnd Alþingis dags. 31/1 2003 varðandi frumvarp
til laga um vatnsveitur.
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.
14. Bréf frá Reiðveganefnd í Kjalanesþingi hinu forna dags. 30/12 2002
varðandi tengingu reiðvegarins við Höskuldavallaveg við breikkun
Reykjanesbrautar.
Sveitarstjóra er falið að koma ábendingunum áfram til Vegagerðarinnar.
15. Bréf frá Landgræðslu ríkisins dags. 01/2003.
Bréfið er kynnt.
16. Bréf frá Sýslumanninum í Keflavík dags. 17/1 2003 varðandi afskriftir á
útsvari einstaklinga að upphæð kr. 64.884,-
Hreppsnefnd samþykkir að afskrifa ofangreinda upphæð.
17. Ráðning Tækni-og umhverfisstjóra.
12 umsækjendur voru um stöðuna og lagt er til að Kristján Baldursson verði
ráðinn. Sveitarstjóri kynnti ráðningasamning sem ræddur hefur verið við
Kristján og byggir á samningi Tæknifræðingafélagi Íslands og LN.
Hreppsnefnd samþykkir framlagðan ráðningasamning samhljóða og felur
sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd hreppsins. Kristján mun hefja störf
15. febrúar nk.
18. Lóðarumsóknir.
a) Amporn Meelarp, Hverfisgötu 9, Hafnarfirði, sækir um lóðina
Brekkugata 10, fyrir einbýlishús.
Hreppsnefnd samþykkir umsóknina.

3

b) Hólagata ehf., Hólagötu 1, Vogum, sækir um lóðirnar Hólagata 2a
og Mýrargata 7, fyrir einhbýlishús.
Hreppsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni Hólagata 2a.
c) Sperringur ehf. Þingási 33, Reykjavík, sækir um lóðina Mýrargata 7,
fyrir einbýlishús.
Hreppsnefnd samþykkir umsóknina.
19. Málefni Þróttar.
Iðkendafjöldi á vegum Þróttar hefur aukist verulega. Hreppsnefnd lýsir
ánægju sinni með það fórnfúsa starf sem stjórnin hefur unnið og þeim
árangri sem iðkendur hafa náð. Oddviti lagði fram minnisblað og samþykkir
hreppsnefnd að sveitarstjóri geri uppkast af samningi milli Þróttar og
hreppsins og leggi fyrir næsta fund.
Kjartan Hilmisson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins vegna setu sinnar í stjórn
Þróttar.
20. Fyrirspurn frá T-lista dags. 30/1 2003 um verklegar framkvæmdir.
Um er að ræða beiðni um yfirgripsmiklar upplýsingar um verklegar
framkvæmdir sem fram fóru að mestu leiti á síðasta kjörtímabili. Lögð eru
fram afrit af reikningum umbeðinna framkvæmda ásamt verksamningum við
ÍAV. Bent er á að fulltrúar í hreppsnefnd hafa fullan aðgang að upplýsingum
á skrifstofu hreppsins og eru þeir hvattir til að leita upplýsinga þangað og
taka síðan málið upp í hreppsnefnd ef þeir telja ástæðu til af þeim
upplýsingum sem þeir fá.
21. 3ja ára áætlun 2004-2006 - fyrri umræða.
Sveitarstjóri skýrði áætlunina. Eftir töluverðar umræður var hún lögð fram til
seinni umræðu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20 00

Getum við bætt efni síðunnar?