Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

18. fundur 28. júlí 2010 kl. 19:30 - 21:25 Félagsmiðstöð

18. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga haldinn í
Félagsmiðstöðinni við Hafnargötu fimmtudaginn 28.07.2010 kl. 19:30.

Mættir fundarmenn: Björn G. Sæbjörnsson, Erla Lúðvíksdóttir sem ritaði fundinn,
Símon Jóhannsson Tinna Hallgrímsdóttir Frístunda – og
menningarfulltrúi sat einnig einnig fundinn.
Ragnar Davíð Riordan boðaði forföll, enginn varamaður kom í
hans stað, Ingþór Guðmundsson mætti ekki, hann boðaði ekki
varamann í sinn stað.
Fjölskyldudagurinn 14. ágúst
Tinna kynnti dagskránna og farið var yfir dagskrá dagsins.
1. Afmæliskaffi Sveitarfélagsins
FMN leggur til að hafa kaffið í Tjarnarsalnum og fá heimamenn til að spila á
harmonikku. Tómstundafulltrúi athugar með tilboð í veitingar og mönnun yfir
daginn.
2. Opnunartími sundlaugarinnar
Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir opnunartímann og starfsmannamál.
FMN leggur til að frístunda – og menningarfulltrúi skili skýrslu til Bæjarstjóra
varðandi fund hennar með starfsfólki íþróttamiðstöðvarinnar og leggi málið í hans
hendur.
3. Staða staðgengils frístunda- og menningarfulltrúa.
Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir stöðu mála og útskýrði sína hlið.
FMN er á því að auglýst sé í allar lausar stöður innan Sveitarfélagins.
4. Mönnun og opnun félagsmiðstöðvar í haust.
Frístunda- og menningarfulltrúi mun ráða í stöður félagsmiðstöðvarinnar fyrir
veturinn.
FMN leggur til að Frístunda- og menningarfulltrúi geri drög að dagskrá vetrarins
með fjölbreyttari dagskrá svo sem klúbbastarfssemi og fleiri nýjungum, og kynni
dagskrá félagsmiðstöðvarinnar í skólanum í haust.
FMN leggur til lengdan opnunartíma félagsmiðstöðvarinnar sem part af öflugu
forvarnarstarfi og að forvarnardagurinn verði haldin með þátttöku flestra
félagasamtaka í Sveitarfélaginu í nóvember.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.25.

Getum við bætt efni síðunnar?