Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

22. fundur 02. desember 2010 kl. 19:30 - 21:40 Félagsmiðstöð

22. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga haldinn í Félagsmiðstöð
fimmtudaginn 02.12. 2010 kl. 19:30.

Mættir fundarmenn: Björn G. Sæbjörnsson, Erla Lúðvíksdóttir sem ritaði fundinn, Símon
Jóhannsson, Ragnar Davíð Riordan og Ingþór Guðmundsson. Stefán
Arinbjarnarson Frístunda – og menningarfulltrúi sat einnig fundinn.

1. Forvarnateymi.
Forvarnateymi hefur verið stofnað í sveitarfélaginu. Því er ætlað að fá yfirsýn og móta
stefnu um forvarnir hjá þeim stofnunum og félagasamtökum í sveitarfélaginu sem
koma að málefnum barna og ungmenna. Stefnt er að sameiginlegum fundi með
þessum aðilum á nýju ári.
2. Mótorsmiðja.
Málið tekið af dagskrá en stefnt að því að taka það upp á nýju fjárhagsári.
3. Samningar við félagasamtök.
FMN felur frístunda- og menningarfulltrúa að fara yfir gildandi samninga við
félagasamtök og athuga með samningsgerð við þau félög sem ekki hafa slíkan
samning.
4. Viðburðadagatal.
FMN vill að viðburðadagatal verði eflt og hvetur alla þá aðila sem koma að barna- og
unglingastarfi að setja sína viðburði þar inn.
5. Félagsmiðstöð.
Frístunda- og menningarfulltrúi upplýsti FMN um starfið í félagsmiðstöðinni.
6. Baðstofukvöld.
Baðstofukvöld var haldið í Hlöðunni í Vogum mánudaginn 22. nóv. Kvöldið var afar
vel heppnað og vel sótt.
7. Tendrun jólaljósa.
Jólaljósin verða tendruð sunnudaginn 5. des. kl. 17:15 í Aragerði.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:40

Getum við bætt efni síðunnar?