Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

59. fundur 16. mars 2016 kl. 19:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Þorvaldur Örn Árnason formaður
  • Kristinn Benediktsson aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson varaformaður
  • Stefán Arinbjarnarson, frístunda- og menningarfulltrúi embættismaður
  • Davíð Harðarson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Arinbjarnarson frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Drífa Birgitta Önnudóttir sat fundinn sem varamaður fyrir Odd Ragnar Þórðarson.

1.Fundur um forvarnarmál

1602059

Forvarnarteymið Sunna hélt fund um forvarnarmál mánudaginn 7. mars s.l. Á fundinn voru boðaðir bæjarstjórar, bæjarfulltrúar og aðilar skóla- og æskulýðsnefnda í Garði, Sandgerði og Vogum. Þar fluttu Jóhann Geirdal og Svava Bogadóttir og nemendur erindi auk þess sem fulltrúar félagsþjónustu í Garði, Sandgerði og Vogum kynntu starfsemina. Vel var mætt á fundinn og skópust líflegar umræður í framhaldi af erindunum.
Frístunda- og menningarnefnd fagnar fundinum og telur mikilvægt að fram fari samstarf og samtal milli aðila er starfa í forvörnum og bæjaryfirvalda umræddra sveitarfélaga.

2.Aðgerðir til að efla félagsstarf í Vogum

1602057

FMN hefur verið að skoða leiðir til að efla félagsstarf í Vogum. Meðal þess sem ákveðið hefur verið að gera er að halda fund með félagasamtökum í sveitarfélaginu og verður hann haldinn þriðjudaginn 5. apríl. Þar mun m.a. verða rætt um menningarstefnu sveitarfélagsins sem er í smíðum, samstarfssamninga milli sveitarfélagsins og félagasamtaka og hugsanlega aðkomu félagasamtaka að dagskrá Fjölskyldudaga. Auk þess mun fulltrúi frá æskulýðsvettvanginum flytja erindi um mikilvægi félagsstarfs fyrir félagsmenn og samfélagið.

Afgreiðsla frístunda- og menningarnefndar:
Ákveðið að senda út boðsbréf til félagasamtaka á umræddan fund. Einnig verði drög að menningarstefnu send á félögin og óskað eftir skriflegum athugasemdum. Auk þess telur nefndin mikilvægt að samstarfssamningar og verkferlar verði samræmdir og samningsmarkmið sveitarfélagsins mótuð. Öll félagasamtök skili inn ársskýrslu og starfsáætlun. Þau félagasamtök sem þiggja fjárstyrk frá sveitarfélaginu skulu einnig skila inn ársreikningi. Öll félagasamtök sem gera samstarfssamning fá afnot af aðstöðu sveitarfélagsins til starfsemi. Tiltekið verði í samstarfssamningi að félagasamtök taki þátt í undirbúningi og framkvæmd Fjölskyldudaga. Félagasamtök geri íbúum kleift að taka þátt í starfi þess.

3.Safnahelgi á Suðurnesjum 2016

1602056

Safnahelgi fór fram á Suðurnesjum helgina 12. og 13. mars. Vegleg dagskrá var á öllum Suðurnesjum og einnig í Vogum. Voru viðburðir í Vogum vel sóttir og lýsir nefndin yfir ánægju með þetta samstarfsverkefni á Suðurnesjum.

4.Hátíðahöld á þjóðhátíðardaginn 17. júní

1509023

Ákveðið hefur verið að halda þjóðhátíðardaginn hátíðlegan í sveitarfélaginu. Verður það gert í samstarfi sveitarfélagsins og kvenfélagsins Fjólu. Frístunda- og menningarfulltrúi hefur hafið undirbúning í samstarfi við kvenfélagið.

5.Tjaldsvæði

1503008

Farin er af stað vinna við framtíðarhönnun tjaldsvæðis í Vogum.

Afgreiðsla frístunda- og menningarnefndar:
Nefndin fagnar því að framtíðarhönnun tjaldsvæðis sé farin af stað. Nefndin telur fyrstu hugmyndir líta vel út og felur frístunda- og menningarfulltrúa að koma hugmyndum FMN á framfæri við hönnunarvinnuna. FMN leggur til að ráðist verði í gerð og uppsetningu skilta í kring um íþrótta- og tjaldsvæði svo verja megi verðmæti sveitarfélagsins sem best. Nefndin telur afar brýnt að hafist verði handa hið fyrsta við að koma upp skjólveggjum fyrir tjaldsvæðið.

6.Fjölskyldudagar 2016

1603014

Undirbúningur er hafinn fyrir Fjölskyldudaga 2016 en þetta verður tuttugasta skiptið sem hátíðin fer fram. Í því sambandi stendur til að hafa hátíðina veglegri og hafa bæjaryfirvöld t.a.m. veitt meiri fjármunum til Fjölskyldudaga en undanfarin ár. Rætt verður við félagasamtök um mögulegt samstarf í tengslum við hátíðina á áðurnefndum fundi 5. apríl n.k.

7.Stefna í æskulýðsmálum

1602078

Ráðstefnan Frítíminn er okkar fag var haldin í október 2015 en þar var fjallað um frítíma barna og ungmenna í víðu samhengi. Stefnumótun í æskulýðsmálum 2014-2018 var inntak ráðstefnunnar. Ráðstefnan var fróðleg og afar vel sótt og hefur verið unnin skýrsla með helstu niðurstöðum frá ráðstefnunni.

Afgreiðsla frístunda- og menningarnefndar:
Skýrslan lögð fram og rædd.

8.Ósk um samstarfssamning.

1510032

Máli vísað til FMN frá 197. fundi bæjarráðs þar sem íþróttafélagið Nes óskar eftir að gerður verði samstarfssamningur milli sveitarfélagsins og Ness. Formaður Ness, Drífa Birgitta Önnudóttir, upplýsti nefndina um starfsemi og hlutverk félagsins og vék svo af fundi.

Afgreiðsla frístunda- og menningarnefndar:
FMN leggur til að gerður verði samstarfssamningur milli sveitarfélagsins og Ness.

9.Fundargerðir Samsuð 2016

1602052

Fundargerð Samsuð frá 08.02.2016.

Lögð fram.

Fundargerð Samsuð frá 22.02.2016.

Lögð fram.

Fundargerð Samsuð frá 07.03.2016.

Lögð fram.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?