Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

206. fundur 26. apríl 2023 kl. 18:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson forseti bæjarstjórnar
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaforseti
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson aðalmaður
  • Ingþór Guðmundsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Ársreikningur 2022

2303011

Tekið er fyrir 3. mál úr fundargerð 374. fundar bæjarráðs sem haldinn var 05.04.2023:

Ársreikningur 2022

Umfjöllun og afgreiðsla bæjarráðs á ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2022.
Bæjarstjóri fór yfir helstu niðurstöður sem fram koma í ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2022.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð vísar ársreikningi Sveitarfélagsins Voga 2022 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Gestur fundarins undir þessum lið er Lilja Dögg Karlsdótti, löggiltur endurskoðandi KPMG.
Forseti gefur orðið laust.

Forseti lagði fram eftirfarandi bókun bæjarstjórnar:

Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2022 er nú lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Samkvæmt honum námu heildartekjur samstæðu A og B hluta 1.686 m.kr á árinu borið saman við 1.594 m.kr. samkvæmt áætlun. Rekstrargjöld samstæðu námu 1.608 m.kr. samanborið við 1.538 m.kr. samkvæmt áætlun. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir var jákvæð um 78.3 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir að rekstrarniðurstaða yrði jákvæð um 56.6 m.kr. Rekstrarniðurstaða að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða var neikvæð um tæplega 109 m.kr. sem er tæplega 25 m.kr. lakari rekstrarniðurstaða en áætlað var. Skýrist lakari rekstrarniðurstaða að stærstu leyti af meiri verðbólgu en áætlanir gerðu ráð fyrir. Veltufé frá rekstri nam 69,5 m.kr. á árinu sem er talsverður viðsnúningur frá fyrra ári en á árinu 2021 var veltufé neikvætt um 46 m.kr. Fjárfestingar á árinu að teknu tilliti til innheimtra gatnagerðargjalda námu 16,6 m.kr. sem er talsvert langt undir áætlun sem gerði ráð fyrir að fjárfestingar ársins myndu nema 346,6 m.kr. Í árslok var handbært fé 243,3 m.kr. borið saman við 22 m.kr í ársbyrjun.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2022 er nú lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Samkvæmt honum námu heildartekjur samstæðu A og B hluta 1.686 m.kr á árinu borið saman við 1.594 m.kr. samkvæmt áætlun. Rekstrargjöld samstæðu námu 1.608 m.kr. samanborið við 1.538 m.kr. samkvæmt áætlun. Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir var jákvæð um 78.3 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir að rekstrarniðurstaða yrði jákvæð um 56.6 m.kr. Rekstrarniðurstaða að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða var neikvæð um tæplega 109 m.kr. sem er tæplega 25 m.kr. lakari rekstrarniðurstaða en áætlað var. Skýrist lakari rekstrarniðurstaða að stærstu leyti af meiri verðbólgu en áætlanir gerðu ráð fyrir. Veltufé frá rekstri nam 69,5 m.kr. á árinu sem er talsverður viðsnúningur frá fyrra ári en á árinu 2021 var veltufé neikvætt um 46 m.kr. Fjárfestingar á árinu að teknu tilliti til innheimtra gatnagerðargjalda námu 16,6 m.kr. sem er talsvert langt undir áætlun sem gerði ráð fyrir að fjárfestingar ársins myndu nema 346,6 m.kr. Í árslok var handbært fé 243,3 m.kr. borið saman við 22 m.kr í ársbyrjun.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Ársreikningi Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2022 er vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn 15. maí 2023.

Til máls tóku: BS

2.Eyrarkotsland - Eyrarkotsbakki - Mál og hnitsetning

2206040

Lögð fram sameiginleg yfirlýsing eigenda Eyrarkotslands F2333142, L131114, Sveitarfélaginu Vogum, og Sveitarfélagsins Voga um afmörkun og legu Eytrarkotsbakka samkvæmt hnitsettum uppdrætti Tækniþjónustu SÁ, sem dagsettur er 12. janúar 2023. Yfirlýsingin er undirrituð með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar.
Forseti gefur orðið laust.

Til máls tóku: Bæjarfulltrúi Birgir Örn Ólafsson vakti athygli á vanhæfi sínu og tók ekki þátt í afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir framlagða yfirlýsingu.

Samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum.


3.Reglur um leikskólavist í Sveitarfélaginu Vogum

2304009

Tekið fyrir 2. mál úr fundargerð 102. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 17.04.2023:
Reglur um leikskólavist í Sveitarfélaginu Vogum - 2304009

Lögð fram drög að endurskoðum reglum um leikskólavist í Sveitarfélaginu Vogum.

Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að vísa framlögð drögum með áorðnum breytingum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Samþykkt
Forseti gefur orðið laust.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir framlagðar reglur um leikskólavist í Sveitarfélaginu Vogum.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

4.Siðareglur kjörinna fulltrúa

2304002

Tekið fyrir 4. mál úr fundargerð 374. fundar bæjarráðs sem haldinn var 05.04.2023:

Siðareglur kjörinna fulltrúa

Farið yfir núgildandi siðareglur kjörinna fulltrúa, endurskoðun þeirra og staðfestingu skv. 29. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð vísar siðareglum kjörinna fulltrúa til umfjöllunar í bæjarstjórn
Forseti gefur orðið laust.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn hefur fjallað um siðareglur í samræmi við ákvæði 1.mg.29.gr. laga nr. 38/2011 og telur ekki þörf á endurskoðun þeirra. Skulu reglurnar þvi standa óbreyttar kjörtímabilið 2022-2026.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

5.Húsnæðisáætlun 2023

2304010

Tekið fyrir 4. mál úr fundargerð 375. fundar bæjarráðs sem haldinn var 19.04.2023:

Húsnæðisáætlun 2023

Lögð fram til kynningar drög að húsnæðisáætlun 2023.

Davið Viðarsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir að vísa húsnæðisáætlun 2023 til staðfestingar í bæjarstjórn.
Forseti gefur orðið laust.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir Húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Voga 2023.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

6.Framkvæmdir 2023

2301022

Tekið er fyrir 3. mál úr fundargerð 375. fundar bæjarráðs sem haldinn var 19.04.2023: Framkvæmdir 2023

Yfirlit yfir stöðu framkvæmda.

Davíð Viðarsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs situr fundinn undir þessum lið og kynnti stöðu framkvæmda í sveitarfélaginu.

Lögð fram tilboð í malbikun á Keilisholti.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að ganga að tilboði lægstbjóðanda í verkið, Ellert Skúlason ehf.
Forseti gefur orðið laust.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

7.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 374

2303011F

Fundargerð 374. fundar bæjarráðs er lögð fram til kynningar á 206. fundi bæjarstjórnar
Lagt fram

8.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 375

2304001F

Fundargerð 375. fundar bæjarráðs er lögð fram til kynningar á 206. fundi bæjarstjórnar.
Lagt fram

9.Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 17

2303007F

Fundargerð 17. fundar umhverfisnefndar er lögð fram til kynningar á 206. fundi bæjarstjórnar
Lagt fram
Til máls tóku: ISB

10.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 49

2303006F

Fundargerð 49. fundar skipulagsnefndar er lögð fram til kynningar á 206. fundi bæjarstjórnar
Lagt fram
Til máls tóku: ARS

11.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 102

2304002F

Fundargerð 102. fundar fræðslunefndar er lögð fram til kynningar á 206. fundi bæjarstjórnar
Lagt fram

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?