Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

177. fundur 24. febrúar 2021 kl. 18:00 - 20:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Bergur Álfþórsson aðalmaður
  • Áshildur Linnet aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Sigurpáll Árnason aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Starfsmenn
  • Daníel Arason, forstöðumaður stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Daníel Arason Forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 324

2102001F

Fundargerð 324. fundar bæjarráðs er lögð fram á 177. fundi bæjarstjórnar eins og einstök mál bera með sér
Samþykkt
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum

Til máls tóku: JHH, BS, BBÁ

Bæjarfulltrúi L-listans óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað við lið 1.4 í fundargerð bæjarráðs:
L-listinn fagnar að samþykkt hafi verið tillaga um valkostagreiningu á sameiningu Sveitarfélagsins Voga við önnur sveitarfélög. Þegar greiningin liggur fyrir þá verður hægt að leggja mat á hvaða kostir eru hagkvæmir og mögulegir fyrir íbúa Sveitarfélagsins Voga. Á þann möguleika að sameinast öðru sveitarfélagi hefur oft verið bent á af fulltrúum L-listans og jafnframt bent á að sjálfstæði gæti verið dýru verði keypt í niðurskurði á þjónustu þegar að kreppir. Hins vegar er ljóst að auðvitað eiga íbúar alltaf síðasta orðið þegar sameining á sér stað.

2.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 92

2101006F

Fundargerð 92. fundar frístunda- og meningarnefndar er lögð fram á 177. fundi bæjarstjórnar eins og einstök mál bera með sér
Samþykkt
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu frístunda- og menningarnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 92 Handritið að bókinni er tilbúið og verið er að vinna í myndum og kortum. Nefndarmenn hlakkar til að fá að sjá bókina þegar hún kemur út enda verður hún mikið rit
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 92 Íþróttamaður ársins í Sveitarfélaginu Vogum var útnefndur í janúar og er það Andy Pew. Einnig voru veitt hvatningarverðlaun. Athöfnin var haldin í Tjarnarsal og var henni streymt vegna fjöldatakmarkana. Það er samdóma álit nefndarinnar að athöfnin hafi tekist vel og öll framkvæmd kringum hana.
    Frístunda- og menningarnefnd ræddi að skoða reglur um íþróttamann ársins og hvort þörf sé á að endurskoða þær lítillega
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 92 Menningarverðlaun Sveitarfélagsins verða afhent sumardaginn fyrsta, 22. apríl næstkomandi. Auglýst verður eftir tilnefningum í byrjun mars
  • 2.4 2101047 Öskudagur 2021
    Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 92 Vegna samkomutakmarkana er ekki unnt að halda skemmtun með hefðbundnum hætti á öskudag en verið er að skoða aðrar leiðir til að halda daginn hátíðlegan, dagskrá verður kynnt fljótlega
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 92 Búið er að fresta Safnahelgi á Suðurnesjum fram á haustið og standa vonir aðstandenda hátíðarinnar til að þá verði hægt að halda veglega hátíð eins og verið hefur undanfarin ár en hátíðin féll niður í fyrra

3.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 325

2102003F

Fundargerð 325. fundar bæjarráðs er lögð fram á 177. fundi bæjarstjórnar eins og einstök mál bera með sér
Samþykkt
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum

Til máls tóku: JHH, ÁL, BBÁ, BS

Bæjarfulltrúi L-listans óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað við lið 3.3 í fundargerð bæjarráðs:
Ég ítreka fyrri bókanir mínar varðandi mál Hafnargötu 101. Ég vil fagna ákvörðun bæjarráðs um hreinsun á svæðinu, en einnig treysti ég því að það verkefni verði leyst fljótt og vel. Sveitarfélagið Vogar verður að sjá sóma sinn í að bregðast sem allra fyrst við hreinsun á lóðinni í samræmi við kröfur Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja til að sýna gott fordæmi í hreinsun lóða í sveitarfélaginu.

Bæjarfulltrúi L-listans óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað við lið 3.6 í fundargerð bæjarráðs:
Ég ítreka þá skoðun mína að ekki eigi að byggja íbúðir á því opna svæði sem Kirkjuholtið er.

4.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 23

2102004F

Fundargerð 23. fundar skipulagsnefndar er lögð fram á 177. fundi bæjarstjórnar eins og einstök mál bera með sér
Samþykkt
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum


Til máls tóku: BS

Forseti bar lið 4.2 í fundargerðinni upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða

Forseti bar lið 4.3 í fundargerðinni upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 23 Daníel Arason forstöðumaður stjórnsýslu var ritari undir þessum lið og einnig var Atli Geir Júlíusson settur skipulagsfulltrúi undir þessum lið. Þá sat Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir þennan lið sem varamaður fyrir Andra Rúnar Sigurðsson

    Afgreiðsla skipulagsnefndar:
    Tillaga að deiliskipulagi fyrir Stóru-Vatnsleysu lögð fram til umfjöllunar og meðferðar hjá Skipulagsnefnd. Nefndin samþykkir að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010. Afgreiðslu nefndarinnar er vísað til bæjarstjórnar
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 23 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er það mat nefndarinnar að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og er því fallið frá að grenndarkynna tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 23 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
    Skipulagsnefnd fellur frá frekari málsmeðferð á kynntri tillögu að breytingu á aðalskipulagi og vísar breytingu á aðalskipulagi til heildarendurskoðunar aðalskipulags sem er í vinnslu. Einnig fellur nefndin frá frekari málsmeðferð á kynntri deiliskipulagstillögu.
    Skipulagsnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagsbreytingu, dags. 18.02.2021, verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 23 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
    Skipulagsnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð 1. áfanga fyrir göturnar Grænaborg og Hrafnaborg og lagnir niður Vesturborg. Útgáfa framkvæmdaleyfis er þó háð því að áður hafi verið skilað ábyrgðaryfirlýsingu og tímasettri verkáætlun. Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að annast afgreiðslu málsins að uppfylltum fyrrnefndum skilyrðum.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 23 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
    Skipulagsnefnd telur að um óverulegt frávik sé að ræða skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hagsmunir nágranna skerðist í engu og heimilar því frávikið.


  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 23 Afgreiðsla skipulagsnefndar:
    Ekki eru gerðar athugasemdir við drögin.

5.Ráðning í starf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs

2101001

Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir að ráða Davíð Viðarsson í starf sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Sveitarfélagsins Voga

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum

Til máls tók: BBÁ

6.Stóra Vatnsleysa, Ósk um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir íbúðarlóðir

2001033

Forseti bæjarstjórnar leitar afbrigða um að taka málið á dagskrá.
Lagt er til að deiliskipulastillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010
Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum

7.Hrafnaborg 10 og 12 - Ósk um óverulega breytingu á deiliskipulagi

2101021

Grænubyggð ehf. óskar eftir heimild til óverulegrar breytingar á deiliskipulagi í Hrafnaborg 10 og 12. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Samþykkt
Forseti gefur orðið laust.
Til máls tók: ÁL

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum

8.Miðsvæði - breyting á deiliskipulagi

2007020

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Samþykkt
Forseti gefur orðið laust
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni síðunnar?