Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

78. fundur 28. nóvember 2012 kl. 18:00 - 19:45 Álfagerði

Fundinn sátu:
Inga S. Atladóttir, Kristinn Björgvinsson, Hörður Harðarson, Sveindís Skúladóttir, Oddur
Ragnar Þórðarson, Bergur Álfþórsson og Ingþór Guðmundsson.
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Inga Sigrún Atladóttir forseti stýrir fundi.
Í upphafi fundar var leitað afbrigða og sett á dagskrá sem 9. mál minnisblað bæjarstjóra
vegna skipulags á Keilisnesi. Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. 1210006F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 141
Fyrir tekið 1. mál, Svæðisskipulag Suðurnesja. Á fundinum var lögð fram afgreiðsla
samvinnunefndar þann 29. október 2012 um svæðissipulag Suðurnesja 2008-2024.
Tillaga samvinnunefndar er eftirfarandi: "Samvinnunefnd um svæðisskipulag
Suðurnesja leggur fram Svæðisskipulag Suðurnesja 2008-2024 til samþykktar
hlutaðeigandi sveitarstjórna, skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar og
Landhelgisgæslunnar skv. 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samvinnunefndin
samþykkti tillöguna samhljóða á fundi sínum 12. nóvember sl. Skipulagsgögnin eru
greinargerð, dags. nóvember 2012, umhverfisskýrsla, dags. nóvember 2012, viðbrögð
samvinnunefndar við athugasemdum og greinargerð skv. 9. gr. laga nr. 105/2006 um
umhverfismat áætlana.
Þegar allir hlutaðeigandi aðilar hafa samþykkt svæðisskipulagið, mun
samvinnunefndin senda það til staðfestingar Skipulagsstofnunar."
Inga Sigrún Atladóttir fulltrúi Sveitarfélagsins í samvinnunefnd um svæðisskipulag
bókar:
Á fundi umhverfis og skipulagsnefndar sem afgreidd verður hér á eftir kom fram að
svæðisskipulagið hafði ekki fengið athugasemdar vegna fornleifa á svæðinu.
Ábendingar um fornleifar sem nauðsynlegt er að taka tillit til svo unnt sé að fá
staðfestingu skipulagsstofnunar. Það er því ljós að nefndin mun funda a. m.k. einu
sinni enn áður en skipulagið er sent til endanlegar staðfestingar.

78. fundur Bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga

29.11.2012 Sveitarfélagið Vogar

2

Ég var fulltrúi sveitarfélagsins í nefnd um svæðisskipulag og reyndi endurspegla
stefnu sveitarfélagsins eins og hún birtist í aðalskipulagi og öðrum samþykktum
sveitarfélagsins.
Það er fagnaðarefni að sveitarfélögin á Suðurnesjum komi sér saman um
svæðisskipulag þar sem mikil áhersla er á atvinnuuppbyggingu. Í vinnu á síðari stigum
áttu náttúruverndar sjónarmið ekki upp á pallborðið hjá nefndinni þrátt fyrir að
stefnumörkun skipulagsins væri ágæt í þeim efnum. Í skipulaginu er kominn til
jarðvangur, en í honum felst engin sjálfkrafa friðlýsing, hann hefur enga lagalega
stöðu til þess og getur því aðeins byggt á þeim friðlýsingum sem fyrir eru. Niðurstaðan
er því miður þannig að næstum öll friðun er á forsendum nýtingar en ekki öfugt eins
og friðlýsing er almennt skilin. Í vinnunni var horft til rammaáætlunar og vísað í
stefnumörkun hennar og er það því sérstakt áhyggjuefni að í rammaáætlun er gefið
veiðileyfi á öll jarðhitasvæðin á utanverðum Reykjanesskaga nema Brennisteinsfjöll
og Trölladyngju. Þar er verndargildi þeirra metið miðað við landið allt en ekki
reykjanesið eins og ætti að vera markmið svæðisskipulagsins.
Vinnan í nefndinni var að mörgu leiti góð og mikilvæg samstaða náðist um mörg mál.
Því miður hefur ekki tekist að tala fyrir frekari verndunarsjónarmiðum eða tryggja að
þau sjónarmið hefðu lögformlega stöðu í skipulaginu. Það er því miður galli við þessa
annars virðingarverðu tilraun sveitarfélaga á Suðurnesjum til að koma sér saman um
vernd og nýtingu Reykjanesskagans.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkir Svæðisskipulag Suðurnesja 2008-2024,
ásamt umhverfisskýrslu.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Hörður, Ásgeir
Fundargerðin er samþykkt samhljóða

2. 1211004F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 142
Fyrir tekið 2. mál, samningur vegna Suðurnesjalínu 1 og 2 innan Brunnastaðahverfis.
Bæjarráð vísaði málinu til umfjöllunar í bæjarstjórn.
Á fundi bæjarrás voru lögð fram bréf Gunnars Inga Jóhannssonar, Lögmönnum
Höfðabakka um ósk Landsnets hf um samning vegna Suðurnesjalínu 2. Í bréfinu eru
sett fram tilboð um greiðslu fyrir réttindi vegna lagningu háspennulínu í landi
Suðurkots neðra.
Kristinn Björgvinsson kynnir að hann og Oddur Ragnar Þórðarson leggja til að
tilboðinu verði tekið en óska eftir að taka málið til umfjöllunar síðar á fundinum undir
afgreiðslu fundargerðar Umhverfis- og skipualagsnefndar.
Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði Landsnets hf um Suðurnesjalínu 1 og 2.
Samþykkt með 5 atkvæðum gegn 2.

78. fundur Bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga

29.11.2012 Sveitarfélagið Vogar

3

Bergur Brynjar Álfþórsson bókar: Bæjarfulltrúar E-listans fagna þessari niðurstöðu.
Ingþór óskar bókað að hann harmi að fulltrúi Sveitarfélagsins Voga hafi ekki séð sér
fært að mæta á fund stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, sbr. 17. lið
fundargerðarinnar.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Kristinn, Bergur, Hörður, Ingþór, Ásgeir
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

3. 1207014 - Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 49. fundur
Fundargerðin er staðfest samhljóða.
Til máls tók: Inga Sigrún

4. 1211001F - Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 40
Fundargerðin er staðfest samhljóða.
Bergur óskar bókað að hann geri athugasemd við hæfi þeirra sem sitja fundi
nefndarinnar með tilliti til 1. máls fundargerðarinnar.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Bergur.

5. 1211003F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 46
Fyrir tekið 1. mál, Endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Voga 2008-2028.
Í inngangi með breytingunni segir m.a. "Sveitarfélagið Vogar vinnur nú að breytingu á
gildandi aðalskipulagi. Í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 er gert ráð
fyrir nýrri háspennulínu (Suðvesturlína) samsíða núverandi loftlínu (Suðurnesjalína).
Jafnframt er gert ráð fyrir háspennustreng í jörð samsíða Reykjanesbraut að
sunnanverðu. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að gerð verði tillaga
að aðalskipulagsbreytingu þar sem áætluð háspennulína (loftlína) verður tekin út og
þess í stað verði gert ráð fyrir að nýjar háspennulínur fari allar í jörð. Gert verður ráð
fyrir núverandi loftlínu óbreyttri meðan hún endist."
Að tillögu formanns er samþykkt að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.
Inga Sigrún Atladóttir leggur fram eftirfarandi bókun:
Málið sem hér er til umfjöllunar hefur verið lengi á borðum bæjarstjórnar
sveitarfélagsins. Sú tillaga sem hér liggur frammi er um stefnubreytingu á
flutningskerfi raforku í Sveitarfélaginu og er að mínu mati ekki byggð á sterkum rökum.
Fátt nýtt hefur komið fram í málinu undanfarna mánuði og því tel ég að bókun
umhverfisnefndar sveitarfélagsins sem afgreiddi málið einróma þann 1. nóvember
2007 standi enn. Ég vil því gera bókun nefndarinnar að minni:
"Að vel athuguðu máli leggur umhverfisnefnd til að öllum fyrirliggjandi valkostum
Landsnets um loftlínur verði hafnað með framtíðarhagsmuni íbúa Sveitarfélagsins
Voga og náttúruvernd í huga. Nefndin álítur að svo miklar raflínur muni spilla ásýnd
lands okkar og hefta möguleika til atvinnusköpunar, útivistar og annarrar landnýtingar

78. fundur Bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga

29.11.2012 Sveitarfélagið Vogar

4

til frambúðar. Ekki verður heldur séð að þörf sé fyrir svo stór, og afkastamikil
mannvirki jafnvel þó virkjanir stækki og jafnvel þó 250.000 tonna álver yrði byggt í
Helguvík.
Til að styrkja raforkudreifingarkerfið á Suðurnesjum mælir nefndin með jarðstreng sem
lagður verði þétt meðfram Reykjanesbraut og að núverandi lína fái að halda sér. Sú
lausn þarf ekki að verða mikið dýrari en loftlínur ef umhverfiskostnaður er tekinn með í
dæmið.
Verði byggður upp verulega orkufrekur iðnaður á Helguvíkursvæðinu vill nefndin að
skoðaður verði sá kostur að leggja sæstreng milli Flekkuvíkur og Helguvíkur.
Samkvæmt nýlegum rannsóknum eru áhrif sæstrengs á botndýralíf lítil. Þannig yrði
sjónmengun heldur engin og leiðin að auki styttri en landleiðin."
Oddur Ragnar Þórðarson og Kristinn Björgvinsson leggja fram eftirfarandi tillögu:
"Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkir að falla frá fyrri ákvörðun sinni um
endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins sem tekin var á 65. fundi bæjarstjórnar
28. september 2011, og að núverandi aðalskipulag standi óbreytt. Bæjarstjórn
samþykkir jafnframt að samkomulag Landsnets hf. og Sveitarfélagsins Voga undirritað
17. október 2008 sé áfram í gildi, þó með þeim breytingum að ákvæði 3.gr.
samkomulagsins breytist á þá lund að eftir að Suðurnesjalína 2, sem nú er í
framkvæmdaundirbúningi, verður tekin í notkun eru aðilar sammála um að
endurskoðun á forsendum sem getið er um í 2.gr. samkomulagsins geti farið fram 15
árum síðar (og nái bæði og sameiginlega til Suðurnesjalínu 1 og 2). Bæjarstjórn
samþykkir jafnframt að samstarfsnefnd samkvæmt 4.gr. samkomulagsins taki til starfa
nú þegar og verði m.a. til ráðgjafar um leiðir skv. 1. gr. samkomulagsins ef tilefni gefst
til. Bæjarstjórn hefur þegar samþykkt tilboð Landsnets hf. um bætur vegna línustæðis
Suðurnesjalínu 1 og 2 í landi Suðurkots neðra, sbr. erindi Lögmanna hf. dags.1.
nóvember 2012. Samþykktin byggir á drögum sem lögð er fyrir fundinn, svohljóðandi:
Hinn 17. október 2008 undirrituðu Landsnet hf. og Sveitarfélagið Vogar samkomulag
vegna áforma Landsnets um að reisa tvær nýjar háspennulínur innan marka
sveitarfélagsins vegna aukinnar orkuþarfar og uppbyggingar atvinnulífs á Reykjanesi.
Eru aðilar þessa samkomulags sammála um eftirfarandi:
1. Samstarfsnefnd samkvæmt 4. gr. samkomulagsins taki til starfa nú þegar og verði
m.a. til ráðgjafar um leiðir skv. 1. gr. samkomulagsins ef tilefni gefst til.
2. Eftir að Suðurnesjalína 2, sem nú er í framkvæmdaundirbúningi, verður tekin í
notkun eru aðilar sammála um að endurskoðun á forsendum sem getið er um í 2. gr.
samkomulagsins geti farið fram 15 árum síðar (og nái bæði og sameiginlega til
Suðurnesjalínu 1 og 2).
Tillagan er samþykkt með 5 atkvæðum gegn 2.
Bergur Brynjar Álfþórsson óskar bókað: Bæjarfulltrúar E-listans fagna mjög niðurstöðu
þessa máls.

Inga Sigrún Atladóttir forseti bæjarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Málið sem hér er til umfjöllunar hefur mætt mjög mikið á kjörnum fulltrúum í
Sveitarfélaginu undanfarin sex ár sem baráttan gegn raflínum í Sveitarfélaginu Vogum
hefur staðið yfir. Álagið hefur fyrst og fremst verið vegna eindregins stuðnings

78. fundur Bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga

29.11.2012 Sveitarfélagið Vogar

5

samtaka atvinnurekanda á Suðurnesjum, sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum og
flestra þingmanna kjördæmisins við að álver í Helguvík. Nú er stefnubreyting
Sveitarfélagsins í málinu orðin að veruleika og eiga væntanlega margir eftir að fagna
því.
Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti til þeirra allra félaga minna í sveitarstjórn
í Sveitarfélaginu Vogum sem staðið hafa af sér þessa miklu ágjöf, allt til þessa.
Stefnufesta í svona erfiðu og umdeildu máli er ekki sjálfsögð. Einnig hugsa ég með
þakklæti til þeirra íbúa sem hafa staðið með bæjarstjórninni sinni þrátt fyrir alvarlegar
ásakanir um að íbúar sveitarfélagsins beri einir ábyrgð á töfum á uppbygginu í
Helguvík.
Ég trúi því að með því að spyrja spurninga um fyrirætlanir orkuflutnings og
orkusölufyrirtækja höfum við þokað umræðunni áfram og átt okkar þátt í
vitundarvakningu í samfélaginu um að ekki sé sjálfsagt að raforkuflutningsfyrirtæki á
Íslandi fái alltaf sínum ýtrustu kröfum framgengt. Baráttufólki um allt land svo og
Landeigendum í Vogum óska ég alls hins besta í baráttunni á komandi misserum.
Fundargerðin er staðfest samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Oddur Ragnar, Bergur, Hörður, Kristinn.

6. 0908018 - Vinabæjarsamstarf
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkir að ganga til vinabæjarsamstarfs við
Fjaler Kommune í Noregi. Jafnframt er samþykkt að leita eftir samstarfi við Norræna
félagið um vinabæjarsamstarfið og gera um það sérstakan samstarfssamning.
Bergur Brynjar Álfþórsson víkur af fundi undir afgreiðslu þessa máls vegna vanhæfi
síns.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Bergur.

7. 1211050 - Kosning í nefndir
Bæjarstjórn kýs Ásgeir Eiríksson sem varamann í Almannavarnanefnd út yfirstandandi
kjörtímabil í stað Eirnýjar Valsdóttur.
Bæjarstjórn kýs Ásgeir Eiríksson sem varamann í stjórn Jarðvangs á Reykjanesi til
eins árs.
Bæjarstjórn kýs Ásgeir Eiríksson sem nýjan fulltrúa í stjórn um Svæðisskipulag í stað
Birgis Arnar Ólafssonar
Samþykkt samljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún

8. 1209004 - Fjárhagsáætlun 2013 - 2016
Fjárhagsáætlun 2013 - 2016 er lögð fram til síðari umræðu. Með útsendum gögnum er
einnig greinargerð bæjarstjóra með áætluninni. Bæjarstjóri fylgdi áætluninni úr hlaði
og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum.

78. fundur Bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga

29.11.2012 Sveitarfélagið Vogar

6

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar 2013 eru sem hér segir (allar tölur í þús.kr.)
Tekjur:
Útsvar 412.019
Framlög jöfnunarsjóðs 263.418
Aðrar tekjur 112.205
Skatttekjur samtals: 787.642
Gjöld:
Laun og launatengd gjöld 418.929
Annar rekstrarkostnaður 279.858
Afskriftir 47.172
Samtals gjöld: 745.959
Niðurstaða án fjármagnsliða 41.683
Fjármagnsliðir 38.989
Rekstrarniðurstaða 2.694
Bókun frá meirihluta bæjarstjórnar.
Að baki þeirri áætlun sem hér liggur fyrir er mikil vinna. Sveitarfélagið hefur sett sér
það markmið að leita allra leiða til að ná markmiðum sveitarstjórnarlaga um
fjárhagslegt jafnægi og hefur það nú tekist. Þrátt fyrir að markmiðum sé nú loks náð er
varnarbaráttan enn í gangi. Þróun útgjalda á vettvangi félagsþjónustu er áhyggjuefni.
Mikil aukning er í greiðslu húsaleigubóta, fjárhagsaðstoðar. barnaverndarmála,
málefnum fatlaðra o.s.frv. Lítil sveitarfélög eru varnarlaus gagnvart t.d. rangri
lögheimilisskráningu, rangri skráningu hjúskaparstöðu, skipulögðu bótasvindli o.s.frv.
Þetta leiðir til þess að útsvarstekjur skila sér ekki, niðurgreiðslur sveitarfélagsins og
fjárhagsaðstoð er misnotuð. Á árinu 2012 var fjárhagsaðstoð í sveitarfélaginu 2,7
m.kr. en gert var ráð fyrir að hún verði 15 milljónir á næsta ári. Það er erfitt fyrir jafn
lítið sveitarfélag og Voga að búa við svo miklar sveiflur eins og raunin sýnir og ekki
verður við unað að sveitarfélagið hafi ekki ráð til að bregðast við misnotkun á
nauðsynlegri neyðaraðstoð sveitarfélagsins. Mikilvægt er að sporna við svindil með
samhentu átaki og taka á því samfélagsmeini sem felst í svartri atvinnustarfsemi,
rangri búsetuskráningu, rangri sambúðarskráningu o.s.frv. Mikilvægt að taka þetta mál
upp á samstarfsvettvangi sveitarfélaganna á svæðinu, sem og við lögreglu,
skattayfirvöld og hagstofu.
Við leggjum því til að bæjarstjóra verði falið að leita samstarfs við fyrrnefnda aðila og
hafa frumkvæði að öflugu átaki gegn misnotkun félagslegri aðstoð sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Bergur Brynjar Álfþórsson leggur fram eftirfarandi tillögu f.h. E-listans: Álagning
fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt, þ.e. að fasteignaskattur verði áfram 0,32%
af fasteignamati og lóðaleiga 1,4% af lóðamati. Samþykkt samhljóða.
Bergur Brynjar Álfþórsson leggur jafnframt eftirfarandi tillögu f.h. E-listans: Fallið verði
frá því að að greiða bæjarfulltrúum föst laun. Tillagan er felld með þremur atkvæðum
gegn þremur.
Fjárhagsáætlunin með áorðnum breytingum samþykkt samhljóða.

78. fundur Bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga

29.11.2012 Sveitarfélagið Vogar

7

Til máls tóku: Inga Sigrún, Ásgeir, Bergur, Kristinn, Hörður, Oddur Ragnar.

9. Minnisblað bæjarstjóra.
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra með umbeðnum upplýsingum sem óskað var eftir á
síðasta fundi bæjarstjórnar varðandi kostnað við skipulag á Keilisnesi og við væntanlegt
gagnaver.
Minnisblaðið lagt fram.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Ásgeir, Hörður
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:45

Getum við bætt efni síðunnar?