Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

399. fundur 02. maí 2024 kl. 18:00 - 18:45 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá

1.Málefni tjaldsvæðis 2023

2303001

Lagt fram erindi frá Við sjóinn ehf, rekstaraðila tjaldsvæðis, um skuldajöfnun útlagðs kostnaðar við leigu og rafmagn.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Afgreiðslu frestað.

2.Húsnæðisþörf skóla-og frístundaúrræða

2403004

Lögð fram skýrsla KPMG með niðurstöðum mats á húsnæðisþörf grunnskóla og leikskóla á

næstu árum, ásamt rýningu á nýtingu og tækifærum í húsnæði frístundarstarfs og íþróttahúss.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að því að nýta niðurstöður skýrslunnar til bæta nýtingu á húsnæðiskosti sveitarfélagsins.

3.Málefni íbúa Grindavíkur og veiting grunnþjónustu leik- og grunnskóla

2401030

Lagt fram erindi frá Grindavíkurbæ með upplýsingum til sveitarfélaga sem snúa að leik- og grunnskóla og frístundastarfi Grindavíkur.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð tekur jákvætt í erindi Grindavíkubæjar og áréttar mikilvægi þess að íbúar sem hyggjast búa í sveitarfélaginu flytji lögheimli sitt til að hægt sé að veita þeim þá þjónustu sem íbúar með skráð lögheimili eiga rétt á.

4.Viðaukar 2024

2403003

Lögð fram tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2024.



Viðhald sundlaugar

Mál nr. 2404062

Á 398. fundi bæjarráðs var samþykkt kostnðaráætlun vegna viðhalds sundlaugar. Kostnaðaráætlun nemur 7,5 m.kr. Lagt er til að aukinni fjárfestingu sé mætt með lækkun á handbæru fé.



Beiðni um aukið stöðugildi í skóla og frístund vegna fjöglunar barna

Mál nr. 2403054

Á 397. fundi bæjarráðs var samþykkt beiðni skólastjóra um viðbótar stöðugildi vegna fjölgunar barna frá og með haustinu. Áætlaður kostnaðarauki vegna launa og launatengdra gjalda nemur 21,1 m.kr. frá og með ágúst 2024. Lagt er til að kostnaðarauka sé mætt með lækkun á handbæru fé.



Heimreið að Kálfatjörn

Mál nr. 2308020

Á 397. fundi bæjarráðs var samþykkt kostnaðarþátttaka í heimreið að Kálfatjörn að fjárhæð 800 þúsund krónum og er lagt til að kostnaðarauka verði mætt með lækkun á handbæru fé.

5.Ráðning leikskólastjóra

2403053

Bæjarstjóri fer yfir stöðuna í ráðningarferli lekskólastjóra við Heilsuleikskólann Suðurvelli.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram


6.Íbúafundur 2024

2404098

Lögð fram drög að dagskrá íbúafundar
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

7.Kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála v. sorpgjalda

2402041

Lögð fram niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 18/2024.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð telur jákvætt að komin sé skýr niðurstaða varðandi sorphirðumál.

8.Ökutæki - véla og tækjamál

2404100

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssvæð vegna endurnýjar tækjabúnaðar
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að undirbúa viðauka vegna endurnýjunar tækjabúnaðar.

9.Deiliskipulag Grænubyggðar áfangi 2 (Norðursvæði)

2211023

Tekin fyrir drög að samkomulagi milli Sveitarfélagsins Voga og Grænubyggðar sem voru til umfjöllunar á fundi skipulagsnefndar þann 16. apríl 2024.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Afgreiðslu frestað.

10.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

2401038

Lögð fram fundargerð 947. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 19.04.2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni síðunnar?