Atvinnumálanefnd

5. fundur 05. júlí 2011 kl. 18:00 - 20:10 Iðndal 2

Fundur haldinn í atvinnumálanefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 5. júlí,
2011 kl. 18:00 að Iðndal 2.
Mætt eru: Jón Elíasson, Oddur Ragnar Þórðarson, Björg Leifsdóttir, Bergur
Guðbjörnsson og Erla Lúðvíksdóttir sem ritar fundargerð í tölvu.
Jón Elíasson formaður nefndarinnar stýrir fundi.
Eirný Vals bæjarstjóri situr fundinn.

1. Hótel og veitingarekstur í sveitarfélaginu.
Jörundur Guðmundsson og Guðmundur Frans Jónasson mættu á fund nefndarinnar kl.
18.00
Rætt um möguleika greinarinnar.
Jörundur og Guðmundur viku af fundi kl. 19.20.
Atvinnumálanefnd lýsir yfir furðu sinni á að fasteignir ríkisins á Keflavíkurflugvelli séu
notaðar til að greiða niður starfsemi sem er í harðri samkeppni við fyrirtæki í
ferðaþjónustu á Suðurnesjum. Augsýnilega skekkist samkeppnisstaða hótelrekstrar á
svæðinu. Þó það sé mikil þörf á að koma sem mestri starfsemi í gang á Ásbrú þá er það
vítavert þegar fyrirtækin þar hljóta fyrirgreiðslu umfram þau sem eru utan svæðis.
2. Kynning á ýmsum fjármögnunarkostum og sprota/klak
/nýsköpunarmöguleikum.
Nefndin mun halda áfram að kynna sér málefnið.
3. Skipulag nýsköpunar- og atvinnumálafundar með bæjarbúum í haust.
Formanni nefndarinnar falið að vinna áfram að málinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:10

Getum við bætt efni síðunnar?