Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

91. fundur 22. apríl 2024 kl. 09:00 - 09:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Davíð Viðarsson Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Fundargerð ritaði: Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarleyfi - beiðni um útlitsbreytingu á húsi Aragerði 1

2403008

Sigurður Ísleifsson, eigandi Aragerðis 1, óskar eftir því að fá að bæta við glugga á hús sitt.
Breytingarnar eru samþykktar. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

2.Umsókn um stöðuleyfi Heiðarholt 5

2403007

Linde Gas óskar eftir stöðuleyfi fyrir starfsmannagáma fram til ágúst 2024. Gámarnir eru til staðar vegna stækkunar hjá Linde Gas sem nú er að ljúka og er óskað eftir því að fá að láta þá standa áfram fram til ágúst.

Framlenging á stöðuleyfi til ágúst 2024 er samþykkt.

3.Niðurrif og endurbætur Kirkjuhvoll

2403009

Minjafélag Sveitarfélagsins Voga óskar eftir byggingarheimild vegna endurbóta og niðurrifs á kirkjuhvoli.
Niðurrif og byggingaráformin eru samþykkt. Minjastofnun hefur jafnframt veitt jákvæða umsögn um áformin. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

4.Umsókn um stöðuleyfi heiðargerði 25

2310025

Símon Georg Jóhansson óskar eftir stöðuleyfi fyrir gám sem stendur á lóð hans við Heiðargerði 25,
Stöðuleyfi til 6 mánaða frá dagsetningu umsóknar er samþykkt. Vakin er athygli umsækjanda á að ekki er hægt að endurnýja stöðuleyfið og þarf því að finna gámnum annan stað að þeim tíma liðnum.

5.Hrafnaborg 1 - Umsókn um byggingarleyfi

2402013

Tasof ehf. sækir um breytingu á teikningum Hrafnaborgar 1.
Breytingarnar eru samþykktar. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

6.Breiðagerði 8 umsókn um byggingaráform

2403043

Svavar Þorsteinsson óskar eftir stöðuleyfi fyrir geymsluskúr sem verður settur niður skv. skipulagi þegar það er klárt.
Stöðuleyfi er samþykkt

Fundi slitið - kl. 09:15.

Getum við bætt efni síðunnar?