Aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga 2020-2040
Bæjarstjórn sveitarfélagsins hefur samþykkt að kynna tillögu að endurskoðun aðalskipulags fyrir almenningi og hagsmunaaðilum.
Í aðalskipulagi er mörkuð stefna sveitarfélagsins um landnotkun, byggðaþróun, byggðarmynstur, samgöngu- og þjónustukerfi til framtíðar.
Kynningarfundur verður haldinn 1. desember kl. 17:00. Íbúar og hagsmunaaðilar eru hvattir til að taka þátt í fundinum og kynna sér tillögu að aðalskipulagi. Fundurinn fer fram í gegnum fjarfundarbúnað og verður aðgengilegur hlekkur á vefsíðunni www.vogar.is og á Facebook síðu sveitarfélagsins fyrir þá vilja taka þátt í fundinum.
Skipulagsgögn er að finna neðst í þessari frétt og því hægt að kynna sér gögnin strax. Einnig er hægt að óska eftir fundi skipulags- og byggingarfulltrúa á bæjarskrifstofu eða í gegnum síma 440-6200 fyrir frekara samtal.
Tekið verður við ábendingum til og með 8. desember 2021 á netfangið: byggingarfulltrui@vogar.is eða á bæjarskrifstofu Iðndal 2, 190 Vogum.
Skipulags- og byggingarfulltrúi