19. nóvember 2018
Fundur nr. 80
80.fundur
Fræðslunefndar Sveitarfélagsins Voga
haldinn á bæjarskrifstofu,
19. nóvember 2018 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu:
Ingvi Ágústsson, Baldvin Hróar Jónsson, Inga Rut Hlöðversdóttir, Anna Kristín Hálfdánardóttir, Eðvarð Atli Bjarnason, Anna Sólrún Pálmadóttir, Inga Þóra Kristinsdóttir, Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri, María Hermannsdóttir, Leikskólastjóri og Hálfdán Þorsteinsson.
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Dagskrá:
1. Ytra mat á leikskólum 2109 - 1810057
Umsókn um ytra mat leikskólans - svar Menntamálastofnunar
Kynnt umsókn sveitarfélagsins til Menntamálastofnunar um þátttöku í ytra mati á leikskólum 2018. Jákvætt svar hefur nú borist frá Menntamálastofnun og verður starfsemi leikskólans tekin til ytra mats haustið 2019.
Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Lagt fram til kynningar. Fræðslunefnd fagnar niðurstöðu Menntamálastofnunar.
2. Starfsáætlun Stóru-Vogaskóla 2018-2019 - 1811016
Starfsáætlun grunnskólans 2018 - 2019 fylgdi með fundarboði, og er lögð fram á fundinum. Skólastjóri Stóru-Vogaskóla fór yfir helstu þætti áætlunarinnar með fundarmönnum.
Afgreiðsla Fræðslunefndar:
Fræðslunefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25
Ingvi Ágústsson Baldvin Hróar Jónsson
Inga Rut Hlöðversdóttir Anna Kristín Hálfdánardóttir
Eðvarð Atli Bjarnason Anna Sólrún Pálmadóttir
Inga Þóra Kristinsdóttir
Til baka