10. apríl 2018
Fundur no. 98
98.fundur
Umhverfis- og skipulagsnefndar Sveitarfélagsins Voga
haldinn á bæjarskrifstofu,
10. apríl 2018 og hófst hann kl. 17:30
Fundinn sátu:
Áshildur Linnet formaður, Ingþór Guðmundsson varaformaður, Friðrik V. Árnason aðalmaður, Hólmgrímur Rósenbergsson aðalmaður, Gísli Stefánsson aðalmaður og Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Formaður leitar afbrigða frá boðaðri dagskrá til að taka fyrir málið: Hvassahraun-frístundabyggð. Breyting á deiliskipulagi. Samþykkt er að taka málið fyrir.
Dagskrá:
Vignir Friðbjörnsson mætir undir þessum dagskrárlið.
1. Umhverfisvika 2018 - 1804020
Umfjöllun um áætlun í umhirðu og fegrun bæjarins og ræddar dagsetningar umhverfisviku.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umhverfis- og skipulagsnefnd hvetur bæjarbúa til þátttöku í umhverfisvikunni. Lagt er til að kannað verði með lengdan opnunartíma á gámasvæði Kölku yfir umhverfisdagana.
Vigni þökkuð koman og fyrir greinargóðar upplýsingar.
2. Breiðagerði-frístundabyggð. Deiliskipulag - 1802050
Tölvupóstur Péturs H. Jónssonar dags. 16.02.2016 þar sem óskað er eftir, fyrir hönd lóðareigenda Breiðagerðis nr. 21, 26, 27 og 31 á Vatnsleysuströnd, að tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar, dagsett febrúar 2018, verði tekin fyrir. Frestað mál frá síðasta fundi.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að sveitarfélagið hafi forgöngu um að frístundabyggðin í Breiðagerði verði deiliskipulögð með kostnaðarþáttöku eigenda. Kannaður verði vilji eigenda til slíks með formlegu bréfi. Frekari umfjöllun um málið verði frestað þar til málið hefur verið kannað af hálfu sveitarfélgsins.
3. Miðbæjarsvæði. Gatnagerð og lagnir. 2. áfangi. - 1801035
Framkvæmdaleyfi skv. útboðsgögnum dags. janúar 2018.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Framkvæmdaleyfi er veitt.
4. Heiðargerði. Gatnagerð og lagnir. Endurgerð götu. - 1801034
Framkvæmdaleyfi skv. útboðsgögnum dags. janúar 2018.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Framkvæmdaleyfi er veitt.
5. Hvassahraun-frístundabyggð. Breyting á deiliskipulagi. - 1711019
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í Hvassahrauni, uppdrættir og greinargerð dags. 13.02.2018.
Í breytingunni felst að lóðum verði fjölgað, hámarksstærð og hámarkshæð húsa verði aukin og skilgreind heimild til gististarfsemi.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Í ljósi þess að spurnir hafa verið að því að lóðarhöfum á svæðinu hefur ekki verið kunnugt um auglýsingu tillögunnar ákveður umhverfis- og skipulagsnefnd að lóðarhöfum verði sent dreifibréf þar sem vakin er athygli þeirra á auglýsingunni og jafnframt að framlengja frest til að gera athugasemdir við tillögun til og með 2. maí 2018.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00
Áshildur Linnet, (sign) Ingþór Guðmundsson, (sign)
Friðrik V. Árnason, (sign) Hólmgrímur Rósenbergsson, (sign)
Gísli Stefánsson, (sign) Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, (sign)
Til baka